Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 12:21 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar segir ekki tímabært að tjá sig um hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur vantrausti. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist vilja geta horft í spegil eftir mögulega tillögu. vísir/samett Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira