Innlent

Tvær þyrlur sækja fjóra eftir al­var­legan á­rekstur á Fagur­hóls­mýri

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar út.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar út. Vísir/Vilhelm

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar í sjúkraflutninga á sjötta tímanum í dag vegna alvarlegs umferðarslyss á Fagurhólsmýri í Öræfunum.

Fyrri þyrlan flytur þrjá og mun lenda á Reykjavíkurflugvelli. Sú seinni flytur einn sjúkling og mun lenda á Suðurlandi þaðan sem sjúklingurinn verður keyrður til Reykjavíkur. 

Þetta segir Ásgeirs Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Þegar fréttastofa náði tali af honum sagði hann stutt í að fyrri þyrlan myndi lenda.

Rúv greindi fyrst frá málinu, en í frétt þeirra segir að um alvarlegan tveggja bíla árekstur hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×