Innlent

Líkams­á­rás í mið­bænum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Samúel

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Lögreglan vísaði óvelkomnum manni út af hóteli í miðbænum, en í dagbók segir að maðurinn hafi orðið við því og farið sína leið.

Þá var ökumaður stöðvaður fyrir að aka gegn rauðu ljósi.

Höfð voru afskipti af þremur mönnum í miðbænum fyrir brot á lögreglusamþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×