Innlent

Hand­teknir grunaðir um fram­leiðslu fíkni­efna

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Vilhelm

Tveir voru handteknir í nótt grunaðir um framleiðslu og sölu fíkniefna, peningaþvætti, og vörslu fíkniefna. Málið er í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Átta voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar í morgun.

Þar segir að lögregla hafi haft eftirlit með ólöglegri sölu áfengis víða um höfuðborgina. Verslun á fjórum stöðum í höfuðborginni hafi verið lokað þar sem grunur væri um ólöglega sölu áfengis.

Eru forsvarsmenn grunaðir um brot á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis.

Lögregla veitti ökumanni eftirför sem stöðvaði ekki þrátt fyrir stöðvunarmerki lögreglu er kanna átti ástand hans og ökuréttindi. Ökumaðurinn ók yfir hámarkshraða töluverða vegalengd, en beita þurfti lögreglubílum til að stöðva för hans og var hann að lokum handtekinn og vistaður í fangaklefa.


Tengdar fréttir

Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni

Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×