Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 07:23 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Sue Ogrocki Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna