Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 19:17 Sigþrúður hefur enga aðstoð fengið við sárunum í andlitinu nema sýklalyf. Svandís segir hana ekki geta beðið lengur. Vísir/Einar Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn Það var í byrjun mars á þessu ári sem Sigþrúður Sigurðardóttir vaknaði við sambýlismann sinn látinn í rúminu við hliðina á sér. Allt frá þeim tíma hefur hún átt við mikil andleg veikindi að stríða og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Hún vaknaði við hliðina á honum dánum og hann er auðvitað farin að blána og stirðna og svona og hún fékk svona svakalega mikið áfall og byrjaði þá að klóra sér í andlitinu alltaf þegar henni líður illa, og það er þess vegna sem hún er svona illa farin,“ segir Svandís Ásta Jónsdóttir, vinkona Sigþrúðar og fyrrverandi nágrannakona, en hún hefur aðstoðað hana síðustu mánuði við að leita sér aðstoðar. Hún býr núna í félagslegri íbúð og fær ýmsa aðstoð en hefur ekki frá því að hún upplifði þetta áfall fengið nokkra áfallahjálp, sálfræðimeðferð eða almennilega sárameðferð við sárunum í andlitinu. En auk þessa áfalls var hún beitt miklu ofbeldi af manninum sem hún bjó með; andlegu, og kynferðislegu. Sigþrúður segist sjálf vilja fá að tala við sálfræðing sem fyrst. Vísir/Einar Sigþrúður segir ekki mikið en spurð hvort hún hafi viljað sálfræðiaðstoð játar hún því. „Mér hefði liðið betur.“ Finnst þér þú enn þurfa þess? „Já, svo sannarlega.“ Svandís kynntist Sigþrúði þegar þær voru nágrannar og hefur allt frá andláti sambýlismanns hennar reynt að aðstoða hana. Þær hafa leitað á læknavakt og heilsugæsluna þar sem hjúkrunarfræðingar gátu ekki eða treystu sér ekki til að gera að sárum hennar en gáfu þeim sýklalyf og vísuðu þeim á bráðamóttöku Landspítalans. „Hún var tekin inn og fékk eina sýklalyfjasprautu og var sett í sturtu og þvegið á henni hárið, og ég bað þær að klippa á henni neglurnar, svo hún gæti ekki klórað sér í framan,“ segir Svandís. Send heim með svefnlyf Eftir það var þeim vísað á geðdeild þar sem þeim var sagt að ekki væri veitt áfallahjálp. „Hún var spurð hvort hún hugsi um að fremja sjálfsmorð og hvort hún sofi. Hún var ekki spurð hvernig henni líður og ég spurði hvort hún gæti fengið áfallahjálp,“ segir Svandís og að þær hafi mætt leiðinlegu viðmóti á geðdeildinni en Sigþrúður send heim með svefnlyf. „Eina sem það hjálpar henni að gera er að sofa. Hún þarf að fá einhverja viðeigandi meðferð.“ Sigþrúður er eins og stendur á bið eftir því að fá sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og innlögn í sárameðferð, en Svandís telur hana ekki geta beðið mikið lengur. Andlitið er hulið sárum og bólgið eftir langvarandi meiðsli. Vísir/Einar Svandís segist í góðu sambandi við félagsráðgjafa Sigþrúðar og að hún sé að reyna koma henni í sálfræðimeðferð, og auk þess sé hún komin á bið hjá EMDR stofunni. „En það er ekkert að gerast akkúrat núna,“ segir Svandís og að það gildi líka um sárin í andlitinu. „Það er eins og það treysti sér enginn til að gera að sárunum hennar,“ segir Svandís og að hún hafi reynt að aðstoða hana með kremum sem Sigþrúði svíði þó mikið undan. „Það er hræðilegt að þurfa að vera svona í andlitinu. Þetta er svo góð stelpa og ég finn svo mikið til með henni, og vorkenni svo mikið, og mig langar svo að hún fái hjálp,“ segir Svandís einlæg og að henni þyki heilbrigðiskerfið alveg hafa brugðist Sigþrúði. „Mér finnst þetta mjög lélegt. Hún er manneskja með tilfinningar og þarf á hjálp að halda. Heilbrigðiskerfið á að veita þessa hjálp og mér finnst þetta til háborinnar skammar.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Félagsmál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Það var í byrjun mars á þessu ári sem Sigþrúður Sigurðardóttir vaknaði við sambýlismann sinn látinn í rúminu við hliðina á sér. Allt frá þeim tíma hefur hún átt við mikil andleg veikindi að stríða og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Hún vaknaði við hliðina á honum dánum og hann er auðvitað farin að blána og stirðna og svona og hún fékk svona svakalega mikið áfall og byrjaði þá að klóra sér í andlitinu alltaf þegar henni líður illa, og það er þess vegna sem hún er svona illa farin,“ segir Svandís Ásta Jónsdóttir, vinkona Sigþrúðar og fyrrverandi nágrannakona, en hún hefur aðstoðað hana síðustu mánuði við að leita sér aðstoðar. Hún býr núna í félagslegri íbúð og fær ýmsa aðstoð en hefur ekki frá því að hún upplifði þetta áfall fengið nokkra áfallahjálp, sálfræðimeðferð eða almennilega sárameðferð við sárunum í andlitinu. En auk þessa áfalls var hún beitt miklu ofbeldi af manninum sem hún bjó með; andlegu, og kynferðislegu. Sigþrúður segist sjálf vilja fá að tala við sálfræðing sem fyrst. Vísir/Einar Sigþrúður segir ekki mikið en spurð hvort hún hafi viljað sálfræðiaðstoð játar hún því. „Mér hefði liðið betur.“ Finnst þér þú enn þurfa þess? „Já, svo sannarlega.“ Svandís kynntist Sigþrúði þegar þær voru nágrannar og hefur allt frá andláti sambýlismanns hennar reynt að aðstoða hana. Þær hafa leitað á læknavakt og heilsugæsluna þar sem hjúkrunarfræðingar gátu ekki eða treystu sér ekki til að gera að sárum hennar en gáfu þeim sýklalyf og vísuðu þeim á bráðamóttöku Landspítalans. „Hún var tekin inn og fékk eina sýklalyfjasprautu og var sett í sturtu og þvegið á henni hárið, og ég bað þær að klippa á henni neglurnar, svo hún gæti ekki klórað sér í framan,“ segir Svandís. Send heim með svefnlyf Eftir það var þeim vísað á geðdeild þar sem þeim var sagt að ekki væri veitt áfallahjálp. „Hún var spurð hvort hún hugsi um að fremja sjálfsmorð og hvort hún sofi. Hún var ekki spurð hvernig henni líður og ég spurði hvort hún gæti fengið áfallahjálp,“ segir Svandís og að þær hafi mætt leiðinlegu viðmóti á geðdeildinni en Sigþrúður send heim með svefnlyf. „Eina sem það hjálpar henni að gera er að sofa. Hún þarf að fá einhverja viðeigandi meðferð.“ Sigþrúður er eins og stendur á bið eftir því að fá sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og innlögn í sárameðferð, en Svandís telur hana ekki geta beðið mikið lengur. Andlitið er hulið sárum og bólgið eftir langvarandi meiðsli. Vísir/Einar Svandís segist í góðu sambandi við félagsráðgjafa Sigþrúðar og að hún sé að reyna koma henni í sálfræðimeðferð, og auk þess sé hún komin á bið hjá EMDR stofunni. „En það er ekkert að gerast akkúrat núna,“ segir Svandís og að það gildi líka um sárin í andlitinu. „Það er eins og það treysti sér enginn til að gera að sárunum hennar,“ segir Svandís og að hún hafi reynt að aðstoða hana með kremum sem Sigþrúði svíði þó mikið undan. „Það er hræðilegt að þurfa að vera svona í andlitinu. Þetta er svo góð stelpa og ég finn svo mikið til með henni, og vorkenni svo mikið, og mig langar svo að hún fái hjálp,“ segir Svandís einlæg og að henni þyki heilbrigðiskerfið alveg hafa brugðist Sigþrúði. „Mér finnst þetta mjög lélegt. Hún er manneskja með tilfinningar og þarf á hjálp að halda. Heilbrigðiskerfið á að veita þessa hjálp og mér finnst þetta til háborinnar skammar.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Félagsmál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01