Skemmtiferðaskip eiga að vera ávinningur fyrir samfélög – þörf á breyttri nálgun á nýrri auðlind Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 19. júlí 2023 15:01 Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári. Auðlindina þarf því að nýta vel eins og aðrar auðlindir og fá sem mest út úr henni fyrir viðkomandi samfélög. Í hafnarlögum segir hins vegar í 16. grein: Tekjum og eignum hafnar sem rekin er skv. 1. og 2. tölul. 8. gr. {innskot höfundar: hafnir í eigu sveitarfélaga} má einungis verja í þágu hafnarinnar. Þetta þýðir að það er bannað samkvæmt lögum að hagnaður af hafnarþjónustu við skemmtiferðaskip renni til samfélagsins í gegnum sveitarfélagagið sem á höfnina. Þetta lagaákvæði var sett áður en skemmtiferðaskip urðu algeng í höfnun Íslands og er skiljanlegt í því ljósi að hafnir þjónuðu mest fiskiskipum og flutningaskipum. Ekki var æskilegt að sveitarsjóðir misnotuðu aðstöðu sína og notuðu hafnir sem beina tekjulind með óþarfa álögum á hafnarstarfsemi. Þessu lagaákvæði þarf að breyta í ljósi breyttra tíma þannig að hagnaður af þjónustu við skemmtiferðaskip megi renna til viðkomandi samfélags. Að hagnaðurinn af auðlindinni megi renna til almennings. Það er allra hagur að það sé sátt um þessa starfsemi. Til að ná slíkri sátt þarf að koma á móts við heimamenn. Það þarf að vera þannig að íbúar í hafnarbyggðum líti á skemmtiferðaskip sem siglir inn fjörðinn sem eitthvað sem eykur þeirra eigin hag en ekki bara eitthvað sem veldur ágangi og mengun. En þannig hefur umræðan á Ísafirði og Akureyri verið. Mengun skemmtiferðaskipa er síðan mál sem á margar hliðar. Það er kaldhæðnislegt að ef minni mengunarvarnarbúnaður væri í skipunum sæist mengunin minna og væri þá líklega minna kvartað yfir henni. Með því að setja díselútblásturinn í sturtu áður en hann fer út í andrúmsloftið minnkar mengunin en gufan sem myndast gerir útblásturinn sjáanlegri. Mengun frá skemmtiferðaskipum er hins vegar heims (glóbal) vandamál eins og útblástur frá öðrum díselvélum en ekki staðbundið (lókal) vandamál. Til að minnka mengun í þessari atvinnugrein þyrfti helst alþjóðlegar aðgerðir svo sem alþjóðlegan mengunarskatt. Almennt ætti að nota skatta í meira mæli til að stuðla að loftlagsmarkmiðum. En hvort skemmtiferðaskip eru meira mengandi ferðamáti en aðrir svo sem flug er ekki augljóst. Það sem við getum gert ein og sér hér á landi er að hækka gjöld á þau skip sem menga mest en umbuna þeim sem menga minna og hefur stefnan verið sett á slíka taxtabreytingu. Það er líka hægt að skylda skip sem hingað koma til að tengjast rafmagni í landi á meðan þau liggja við bryggju. Það minnkar útblástur. Slíkur búnaður er hins vegar óhemju dýr og setur auka álag á raforkukerfið. Notandinn þarf að standa undir þessum kostnaði, þ.e.a.s. skipið sem leggst að bryggju þarf að greiða nægilega mikið fyrir rafmagnið til að það standi undir búnaðinum. Vonandi verður þetta framtíðin en um þessar mundir eru margar spurningar varðandi landtenginu. Hvar eru sársaukamörk í verði á landrafmagni? Munu útgerðir skemmtiferðaskipa sækjast eftir landtengingu við grænt rafmagn til að auka orðspor sitt þrátt fyrir hátt verð? Er þetta skilvirkasta leiðin til að minnka útblástur eða myndi sama upphæð sett í önnur umhverfisverkefni minnka útblástur margfalt meira? Með öðrum orðum: getur mengunargjald sem notað yrði í önnur umhverfisverkefni gefið meiri minnkun í losun gróðurhúsaáhrifa en samsvarandi gjald fyrir landtengingu? Eða er landtenging ekki svarið heldur að skylda skipin til að kaupa lífolíu sem við myndum framleiða með repjurækt? Þetta eru allt spurningar sem þarf að leyta svara við. Þær eru allar hluti af því að nýta þessa óvæntu auðlind sem best í þágu almennings og samfélags. Það er stóra verkefnið. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og stjórnarmaður í Hafnarsamlagi Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári. Auðlindina þarf því að nýta vel eins og aðrar auðlindir og fá sem mest út úr henni fyrir viðkomandi samfélög. Í hafnarlögum segir hins vegar í 16. grein: Tekjum og eignum hafnar sem rekin er skv. 1. og 2. tölul. 8. gr. {innskot höfundar: hafnir í eigu sveitarfélaga} má einungis verja í þágu hafnarinnar. Þetta þýðir að það er bannað samkvæmt lögum að hagnaður af hafnarþjónustu við skemmtiferðaskip renni til samfélagsins í gegnum sveitarfélagagið sem á höfnina. Þetta lagaákvæði var sett áður en skemmtiferðaskip urðu algeng í höfnun Íslands og er skiljanlegt í því ljósi að hafnir þjónuðu mest fiskiskipum og flutningaskipum. Ekki var æskilegt að sveitarsjóðir misnotuðu aðstöðu sína og notuðu hafnir sem beina tekjulind með óþarfa álögum á hafnarstarfsemi. Þessu lagaákvæði þarf að breyta í ljósi breyttra tíma þannig að hagnaður af þjónustu við skemmtiferðaskip megi renna til viðkomandi samfélags. Að hagnaðurinn af auðlindinni megi renna til almennings. Það er allra hagur að það sé sátt um þessa starfsemi. Til að ná slíkri sátt þarf að koma á móts við heimamenn. Það þarf að vera þannig að íbúar í hafnarbyggðum líti á skemmtiferðaskip sem siglir inn fjörðinn sem eitthvað sem eykur þeirra eigin hag en ekki bara eitthvað sem veldur ágangi og mengun. En þannig hefur umræðan á Ísafirði og Akureyri verið. Mengun skemmtiferðaskipa er síðan mál sem á margar hliðar. Það er kaldhæðnislegt að ef minni mengunarvarnarbúnaður væri í skipunum sæist mengunin minna og væri þá líklega minna kvartað yfir henni. Með því að setja díselútblásturinn í sturtu áður en hann fer út í andrúmsloftið minnkar mengunin en gufan sem myndast gerir útblásturinn sjáanlegri. Mengun frá skemmtiferðaskipum er hins vegar heims (glóbal) vandamál eins og útblástur frá öðrum díselvélum en ekki staðbundið (lókal) vandamál. Til að minnka mengun í þessari atvinnugrein þyrfti helst alþjóðlegar aðgerðir svo sem alþjóðlegan mengunarskatt. Almennt ætti að nota skatta í meira mæli til að stuðla að loftlagsmarkmiðum. En hvort skemmtiferðaskip eru meira mengandi ferðamáti en aðrir svo sem flug er ekki augljóst. Það sem við getum gert ein og sér hér á landi er að hækka gjöld á þau skip sem menga mest en umbuna þeim sem menga minna og hefur stefnan verið sett á slíka taxtabreytingu. Það er líka hægt að skylda skip sem hingað koma til að tengjast rafmagni í landi á meðan þau liggja við bryggju. Það minnkar útblástur. Slíkur búnaður er hins vegar óhemju dýr og setur auka álag á raforkukerfið. Notandinn þarf að standa undir þessum kostnaði, þ.e.a.s. skipið sem leggst að bryggju þarf að greiða nægilega mikið fyrir rafmagnið til að það standi undir búnaðinum. Vonandi verður þetta framtíðin en um þessar mundir eru margar spurningar varðandi landtenginu. Hvar eru sársaukamörk í verði á landrafmagni? Munu útgerðir skemmtiferðaskipa sækjast eftir landtengingu við grænt rafmagn til að auka orðspor sitt þrátt fyrir hátt verð? Er þetta skilvirkasta leiðin til að minnka útblástur eða myndi sama upphæð sett í önnur umhverfisverkefni minnka útblástur margfalt meira? Með öðrum orðum: getur mengunargjald sem notað yrði í önnur umhverfisverkefni gefið meiri minnkun í losun gróðurhúsaáhrifa en samsvarandi gjald fyrir landtengingu? Eða er landtenging ekki svarið heldur að skylda skipin til að kaupa lífolíu sem við myndum framleiða með repjurækt? Þetta eru allt spurningar sem þarf að leyta svara við. Þær eru allar hluti af því að nýta þessa óvæntu auðlind sem best í þágu almennings og samfélags. Það er stóra verkefnið. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og stjórnarmaður í Hafnarsamlagi Norðurlands.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar