Trump með stöðu sakbornings, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 15:09 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum. AP/Charlie Riedel Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður. Ef Trump segir satt er þetta í annað sinn sem Smith tilkynnir honum um að hann forsetinn fyrrverandi sé með stöðu sakbornings í máli sem rannsakandinn er að rannsaka. Það fyrra tengist meðferð Trumps á leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Sjá einnig: Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar „Hinn geðbilaði Jack Smith, saksóknarinn hjá Dómsmálaráðuneyti Bidens, sendi bréf (aftur, á sunnudagskvöldi!) og lýsti því yfir að ég væri SKOTMARK rannsóknar ákærudómstóls vegna 6. janúar [Þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020] og gaf hann mér eingöngu fjóra daga til að mæta fyrir ákærudómstólinn, sem þýðir nánast alltaf handtöku og ákæru,“ skrifaði Trump á Truth Social, sinn eigin samfélagsmiðil. Samkvæmt frétt New York Times er Trump líklegur til að neita að mæta fyrir ákærudómstólinn. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Minnst tveir slíkir hafa verið að skoða mál sem tengjast Trump og áðurnefndri viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði gegn Joe Biden. Jared Kushner, tengdasonur Trumps, bar vitni fyrir einum ákærudómstól í síðasta mánuði. Þá hefur Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, einnig rætt við saksóknara. Trump hefur lengi logið því að hann hafi unnið kosningarnar og að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Hann stendur frammi fyrir öðrum ákærum og lögsókn vegna tilrauna sinna til að snúa kosningunum, sem náðu hámarki með árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Hann hefur þegar verið ákærður í tveimur málum. Einu sinni vegna skjalanna leynilegu og í hinu tilfellinu af saksóknara á Manhattan sem sakar Trump um fjársvik varðandi þagnargreiðslur til klámleikkonu og leikstjóra, sem hann hélt við á árum áður, í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Forsetinn fyrrverandi stendur einnig frammi fyrir réttarhöldum í New York í október sem tengjast áskönunum umdæmasaksóknara um að Trump hafi framið svik. Þar að auki gæti Trump verið ákærður vegna viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42 CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Ef Trump segir satt er þetta í annað sinn sem Smith tilkynnir honum um að hann forsetinn fyrrverandi sé með stöðu sakbornings í máli sem rannsakandinn er að rannsaka. Það fyrra tengist meðferð Trumps á leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Sjá einnig: Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar „Hinn geðbilaði Jack Smith, saksóknarinn hjá Dómsmálaráðuneyti Bidens, sendi bréf (aftur, á sunnudagskvöldi!) og lýsti því yfir að ég væri SKOTMARK rannsóknar ákærudómstóls vegna 6. janúar [Þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020] og gaf hann mér eingöngu fjóra daga til að mæta fyrir ákærudómstólinn, sem þýðir nánast alltaf handtöku og ákæru,“ skrifaði Trump á Truth Social, sinn eigin samfélagsmiðil. Samkvæmt frétt New York Times er Trump líklegur til að neita að mæta fyrir ákærudómstólinn. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Minnst tveir slíkir hafa verið að skoða mál sem tengjast Trump og áðurnefndri viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði gegn Joe Biden. Jared Kushner, tengdasonur Trumps, bar vitni fyrir einum ákærudómstól í síðasta mánuði. Þá hefur Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, einnig rætt við saksóknara. Trump hefur lengi logið því að hann hafi unnið kosningarnar og að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Hann stendur frammi fyrir öðrum ákærum og lögsókn vegna tilrauna sinna til að snúa kosningunum, sem náðu hámarki með árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Hann hefur þegar verið ákærður í tveimur málum. Einu sinni vegna skjalanna leynilegu og í hinu tilfellinu af saksóknara á Manhattan sem sakar Trump um fjársvik varðandi þagnargreiðslur til klámleikkonu og leikstjóra, sem hann hélt við á árum áður, í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Forsetinn fyrrverandi stendur einnig frammi fyrir réttarhöldum í New York í október sem tengjast áskönunum umdæmasaksóknara um að Trump hafi framið svik. Þar að auki gæti Trump verið ákærður vegna viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu árið 2020.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42 CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41
Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42
CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. 27. júní 2023 06:52