Skattar og skjól Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. júlí 2023 12:31 Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsmál Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun