Sjáðu mörkin tólf sem komu Blikum áfram: Hitað upp fyrir beina frá Dublin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 15:47 Blikar fagna marki Jasons Daða Svanþórssonar á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mæta í kvöld írska félaginu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í Undankeppni Meistaradeildar UEFA. Leikur Shamrock Rovers og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Kópavogsvellinum í næstu viku. Í boði fyrir sigurvegarann eru leikir á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Blikar komust í þessa viðureign með því að vinna báða leiki sína í forkeppni undankeppninnar sem fram fór í Kópavogi. Blikarnir skoruðu þá tólf mörk í tveimur leikjum þar sem þeir unnu 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó 5-0 sigur á Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Höskuldur Gunnlaugsson (2), Ágúst Eðvald Hlynsson (2), Klæmint Olsen, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Mörkin í seinni leiknum skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Hér má sjá mörkin tólf sem Breiðabliksliðið skoraði í þessum tveimur stórsigrum. Klippa: Mörk Blika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2023-24 View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Næst á dagskrá eru tveir leikir við Shamrock Rovers sem er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght í Suður-Dublin. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Blikar kynna liðið fyrir stuðningsmönnum sínum á blikar.is. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1-0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7-0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir unnu Partizan Belgrad 2-1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu þar með samanlagt 3-2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23. Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Leikur Shamrock Rovers og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni leikurinn er síðan spilaður á Kópavogsvellinum í næstu viku. Í boði fyrir sigurvegarann eru leikir á móti danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Blikar komust í þessa viðureign með því að vinna báða leiki sína í forkeppni undankeppninnar sem fram fór í Kópavogi. Blikarnir skoruðu þá tólf mörk í tveimur leikjum þar sem þeir unnu 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marínó 5-0 sigur á Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Höskuldur Gunnlaugsson (2), Ágúst Eðvald Hlynsson (2), Klæmint Olsen, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Karl Einarsson. Mörkin í seinni leiknum skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Hér má sjá mörkin tólf sem Breiðabliksliðið skoraði í þessum tveimur stórsigrum. Klippa: Mörk Blika í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2023-24 View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Næst á dagskrá eru tveir leikir við Shamrock Rovers sem er írskur atvinnumannaklúbbur með aðsetur í Tallaght í Suður-Dublin. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Blikar kynna liðið fyrir stuðningsmönnum sínum á blikar.is. Liðið keppir í úrvalsdeild Írlands og er sigursælasta félag írska lýðveldisins. Félagið hefur unnið Írlandsmeistaratitilinn 20 sinnum og FAI bikarinn 25 sinnum. Shamrock Rovers var stofnað árið 1899. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun tímabilið 1922/23 og festu sig í sessi sem sigursælasta félag Írlands árið 1949 en þá hafið félagið unnið 44 stóra titla. Félagið varð fyrsta írska liðið til að keppa í Evrópukeppni árið 1957. Félagið hefur náð mjög góðum árangri í Intertoto keppninni og Evrópudeildinni. Fyrsti sigur þeirra í Meistaradeildinni var 1-0 sigur í undankeppninni 2011/12 gegn FC Flora frá Tallinn á Tallaght Stadium í Dublin. Stærsti sigur þeirra i Evrópukeppni var samanlagður 7-0 sigur á Fram í fyrstu umferð UEFA-bikarsins í september 1982. Í ágúst 2011 varð Shamrock Rovers fyrsta írska liðið til að komast í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir unnu Partizan Belgrad 2-1 í framlengdum leik í Serbíu og unnu þar með samanlagt 3-2. Í fyrra komust Shamrok Rovers í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA 2022/23. Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.
Ferill Shamrock Rovers í Evrópu 2022/23: - Meistaradeildin: Sigruðu Hibernians í fyrstu umferð undankeppni samanlagt 3-0. Féllu út í annari umferð undankeppni fyrir Ludogorets samanlagt 2-4. - Evrópudeildin: Höfðu betur gegn Shkupi í þriðju umferð undankeppni samanlagt 5-2. Fellu út fyrir Ferencváros í umspili samanlagt 1-4. - Sambandsdeildin. Í F-riðli með Gent, Molde og Djurgården. Enda í 4. sæti eftir 2 jafntefli og 4 töp.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira