Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2023 09:00 Farþegar í millilandaflugi hjá Icelandair voru 493 þúsund í júní, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 493 þúsund, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar 407 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 43 prósent verið á leið til Íslands, 13 prósent frá Íslandi og 44 prósent verið tengifarþegar. „Stundvísi í millilandaflugi var 67%, sem er undir markmiðum félagsins. Sætanýting var 86% en framboð í júní jókst um 22% miðað við fyrra ár. Mikil eftirspurn hefur verið á Norður-Ameríkumarkaði og var sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku 90% sem er mesta sætanýting sem verið hefur hjá félaginu í júnímánuði. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var 25 þúsund. Sætanýting í innanlandsflugi var 78,8% og stundvísi var 91%, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar jukust um 51% á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Norður-Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 5% fleiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólki fjölgar Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að sumarið hafi byrjað af krafti hjá félaginu með yfir hálfa milljón farþega í júnímánuði. „Starfsfólki félagsins hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu og tókst hópnum vel til við að halda uppi öflugu leiðakerfi félagsins í mánuðinum. Við höldum áfram að sjá mikinn áhuga á ferðum til Íslands og til marks um það var slegið met í sætanýtingu til og frá Norður-Ameríku. Þessi mikli áhugi á ferðum til Íslands er afrakstur öflugs markaðsstarfs ferðaþjónustunnar á Íslandi. Icelandair er leiðandi í því markaðsstarfi og það er ánægjulegt að segja frá því að við fengum á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir viðburð í London þar sem við, ásamt öflugum samstarfsaðilum, bjuggum til íslenska upplifun og buðum almenningi í heimsókn,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 493 þúsund, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar 407 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 43 prósent verið á leið til Íslands, 13 prósent frá Íslandi og 44 prósent verið tengifarþegar. „Stundvísi í millilandaflugi var 67%, sem er undir markmiðum félagsins. Sætanýting var 86% en framboð í júní jókst um 22% miðað við fyrra ár. Mikil eftirspurn hefur verið á Norður-Ameríkumarkaði og var sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku 90% sem er mesta sætanýting sem verið hefur hjá félaginu í júnímánuði. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var 25 þúsund. Sætanýting í innanlandsflugi var 78,8% og stundvísi var 91%, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar jukust um 51% á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Norður-Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 5% fleiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólki fjölgar Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að sumarið hafi byrjað af krafti hjá félaginu með yfir hálfa milljón farþega í júnímánuði. „Starfsfólki félagsins hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu og tókst hópnum vel til við að halda uppi öflugu leiðakerfi félagsins í mánuðinum. Við höldum áfram að sjá mikinn áhuga á ferðum til Íslands og til marks um það var slegið met í sætanýtingu til og frá Norður-Ameríku. Þessi mikli áhugi á ferðum til Íslands er afrakstur öflugs markaðsstarfs ferðaþjónustunnar á Íslandi. Icelandair er leiðandi í því markaðsstarfi og það er ánægjulegt að segja frá því að við fengum á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir viðburð í London þar sem við, ásamt öflugum samstarfsaðilum, bjuggum til íslenska upplifun og buðum almenningi í heimsókn,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira