Staðfestu fulla endurgreiðslu skíðaferða vegna faraldursins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2023 15:46 Til stóð að halda Madonna á Norður-Ítalíu áður en faraldurinn skall á. getty Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar sem gerði Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða viðskiptavinum sínum heildarverð skíðaferðar sem afpöntuð var vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaskrifstofan taldi að heimild til að afpanta væri óhóflega íþyngjandi fyrir eignarétt þess. Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Bæði Landsréttur og héraðsdómur komust að þeirri niðurstöðu að ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins á Ítalíu hafi verið þess eðlis að fyrrhugað ferðalag væri ekki öruggt. Þessar óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður leiddu því til þess að viðskiptavinir áttu rétt á endurgreiðslu. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem samþykkti að taka þrjú mál, sem tengjast endurgreiðslu skíðaferða, fyrir á grundvelli þess að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í dag. Umtalsverð áhætta að halda til Norður-Ítalíu Ferðaskrifstofa Íslands hélt því fram að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum, sem ekki var fyrir hendi að kvöldi 28. febrúar 2020. Þá var deilt um hvað felist í ófyriséðum og óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure) sem kveðið er á um í lögum um pakkaferðir. Hæstiréttur telur ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafi farsótt breiðst út á áfangastaðnum og að aðstæður hefðu bæði verið óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi laganna. Ferð til Norður-Ítalíu hafi falið í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði þeirra sem afpöntuðu. Litið var til markmiðs fyrrnefndra laga sem sé að auka vernd neytenda með skýrari heimild til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Var ekki fallist á það með ferðaskrifstofunni að lagareglan um endurgreiðslu sé óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi hans. Voru skilyrði til að afpanta því talin uppfyllt og niðurstaða héraðsdóms og Landsréttar staðfest. Var ferðaskrifstofunni auk þess gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Ferðafélag Íslands ætti í hlut. Hið rétta er að Ferðaskrifstofu Íslands var gert að endurgreiða skíðaferðina. Ferðalög Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12 Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51 Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Bæði Landsréttur og héraðsdómur komust að þeirri niðurstöðu að ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins á Ítalíu hafi verið þess eðlis að fyrrhugað ferðalag væri ekki öruggt. Þessar óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður leiddu því til þess að viðskiptavinir áttu rétt á endurgreiðslu. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem samþykkti að taka þrjú mál, sem tengjast endurgreiðslu skíðaferða, fyrir á grundvelli þess að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í dag. Umtalsverð áhætta að halda til Norður-Ítalíu Ferðaskrifstofa Íslands hélt því fram að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum, sem ekki var fyrir hendi að kvöldi 28. febrúar 2020. Þá var deilt um hvað felist í ófyriséðum og óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure) sem kveðið er á um í lögum um pakkaferðir. Hæstiréttur telur ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafi farsótt breiðst út á áfangastaðnum og að aðstæður hefðu bæði verið óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi laganna. Ferð til Norður-Ítalíu hafi falið í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði þeirra sem afpöntuðu. Litið var til markmiðs fyrrnefndra laga sem sé að auka vernd neytenda með skýrari heimild til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Var ekki fallist á það með ferðaskrifstofunni að lagareglan um endurgreiðslu sé óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi hans. Voru skilyrði til að afpanta því talin uppfyllt og niðurstaða héraðsdóms og Landsréttar staðfest. Var ferðaskrifstofunni auk þess gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Ferðafélag Íslands ætti í hlut. Hið rétta er að Ferðaskrifstofu Íslands var gert að endurgreiða skíðaferðina.
Ferðalög Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12 Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51 Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12
Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51
Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21