Reyna að tæla Indverja frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 08:07 Narendra Modi með þeim Jill og Joe Biden við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Evan Vucci Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar ekki viljað gera það vegna sambands Indlands og Rússlands og umfangsmikilla vopnakaupa Indverja af Rússum. Bandaríkjamenn vilja hins vegar nú reyna að tæla Indverja frá Rússum og sporna gegn áhrifum Kína. Indverjar hafa lengi átt í góðum samskiptum við Rússa. Það samband hefur þó beðið hnekki vegna aukinna samskipta Rússa við Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman. Washington Post segir heimsókn Modi til Washington DC meðal annars ætlað að senda Kínverjum skilaboð. Yfirvöld á Indlandi hafa hingað til neitað að fordæma innrás Rússa í Úkraínu og hafa neitað að taka þátt í refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal verður kaupsamningurinn opinberaður í dag í heimsókn Modi til Hvíta hússins, þar sem hann mun meðal annars snæða með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Þá segir miðillinn einnig að ráðamenn ríkjanna séu að ræða aukin samskipti milli herja Bandaríkjanna og Indlands. Að bandarískum herskipum yrði oftar siglt til Indlands og heraflar ríkjanna gætu haldið fleiri sameiginlegar æfingar. Fá aðgang að leynilegri tækni Indverjar hafa lengi viljað kaupa MQ-9B Reaper dróna af Bandaríkjamönnum en samkvæmt heimildum WSJ fá þeir nú að kaupa á þriðja tug þeirra fyrir um þrjá milljarða dala. Ráðamennirnir eru einnig sagðir hafa gert samkomulag um sameiginlega framleiðslu á F414 hreyflum fyrir nýjar indverskar herþotur. Það eru leynilegir hreyflar sem Bandaríkjamenn framleiða meðal annars fyrir F-18 orrustuþotur. Það að deila eigi tækninni með Indverjum þykir til marks um aukið traust milli ríkjanna. Bandaríkin Indland Rússland Kína Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar ekki viljað gera það vegna sambands Indlands og Rússlands og umfangsmikilla vopnakaupa Indverja af Rússum. Bandaríkjamenn vilja hins vegar nú reyna að tæla Indverja frá Rússum og sporna gegn áhrifum Kína. Indverjar hafa lengi átt í góðum samskiptum við Rússa. Það samband hefur þó beðið hnekki vegna aukinna samskipta Rússa við Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman. Washington Post segir heimsókn Modi til Washington DC meðal annars ætlað að senda Kínverjum skilaboð. Yfirvöld á Indlandi hafa hingað til neitað að fordæma innrás Rússa í Úkraínu og hafa neitað að taka þátt í refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal verður kaupsamningurinn opinberaður í dag í heimsókn Modi til Hvíta hússins, þar sem hann mun meðal annars snæða með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Þá segir miðillinn einnig að ráðamenn ríkjanna séu að ræða aukin samskipti milli herja Bandaríkjanna og Indlands. Að bandarískum herskipum yrði oftar siglt til Indlands og heraflar ríkjanna gætu haldið fleiri sameiginlegar æfingar. Fá aðgang að leynilegri tækni Indverjar hafa lengi viljað kaupa MQ-9B Reaper dróna af Bandaríkjamönnum en samkvæmt heimildum WSJ fá þeir nú að kaupa á þriðja tug þeirra fyrir um þrjá milljarða dala. Ráðamennirnir eru einnig sagðir hafa gert samkomulag um sameiginlega framleiðslu á F414 hreyflum fyrir nýjar indverskar herþotur. Það eru leynilegir hreyflar sem Bandaríkjamenn framleiða meðal annars fyrir F-18 orrustuþotur. Það að deila eigi tækninni með Indverjum þykir til marks um aukið traust milli ríkjanna.
Bandaríkin Indland Rússland Kína Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira