Margrét Þórhildur hætt að reykja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2023 15:43 Hér má sjá drottninguna með sígarettu árið 1999. EPA/Joergen Jessen Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul. Greint er frá þessu á vef BT og haft eftir Lene Balleby, talskonu dönsku krúnunnar, að drottningin hafi ekki reykt síðan í febrúar, í aðdraganda þess að hún gekkst undir aðgerð á baki. Drottningin hefur reykt frá því hún var 17 ára gömul, en samkvæmt BT hefur hún haldið sig við filterslausar Karelia sígarettur síðustu fimm áratugina. Reykti í Reykjavík Margrét Þórhildur er, eða var, með þekktari reykingamanneskjum heims. Þegar hún kom í heimsókn til Íslands árið 2013 í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara var henni boðinn öskubakki, þar sem hún skoðaði menningarhúsið Hörpu. Það var þáverandi forstjóri Hörpu, Halldór Guðmundsson, sem bauð henni bakkann, ef ske kynni að hún vildi fá sér að reykja eftir formlega dagskrá. Drottningin lét ekki segja sér það tvisvar og fékk sér smók. Í tilefni af þessari sömu heimsókn árið 2013 fór drottningin í kvöldverðarboð til þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Af því tilefni teiknaði Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja við kvöldverðarboð forsetans. Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, sendi Vísi þessa mynd í aðdraganda heimsóknar Margrétar Þórhildar á sínum tíma.INGÞÓR INGÞÓRSSON Danmörk Kóngafólk Áfengi og tóbak Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Greint er frá þessu á vef BT og haft eftir Lene Balleby, talskonu dönsku krúnunnar, að drottningin hafi ekki reykt síðan í febrúar, í aðdraganda þess að hún gekkst undir aðgerð á baki. Drottningin hefur reykt frá því hún var 17 ára gömul, en samkvæmt BT hefur hún haldið sig við filterslausar Karelia sígarettur síðustu fimm áratugina. Reykti í Reykjavík Margrét Þórhildur er, eða var, með þekktari reykingamanneskjum heims. Þegar hún kom í heimsókn til Íslands árið 2013 í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara var henni boðinn öskubakki, þar sem hún skoðaði menningarhúsið Hörpu. Það var þáverandi forstjóri Hörpu, Halldór Guðmundsson, sem bauð henni bakkann, ef ske kynni að hún vildi fá sér að reykja eftir formlega dagskrá. Drottningin lét ekki segja sér það tvisvar og fékk sér smók. Í tilefni af þessari sömu heimsókn árið 2013 fór drottningin í kvöldverðarboð til þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Af því tilefni teiknaði Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja við kvöldverðarboð forsetans. Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, sendi Vísi þessa mynd í aðdraganda heimsóknar Margrétar Þórhildar á sínum tíma.INGÞÓR INGÞÓRSSON
Danmörk Kóngafólk Áfengi og tóbak Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira