Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2023 13:23 Fyrirtækið hafði til skoðunar að reisa níu hundruð íbúðir. Vísir/Vilhelm Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs. Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði. Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði.
Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira