„Það er ekki búið að biðja okkur fyrirgefningar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 21:31 Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri HIV Ísland vill að stjórvöld biðjist afsökunar á framgöngu sinni gagnvart HIV smituðum undir lok síðustu aldar. Sagan megi ekki endurtaka sig en fjörutíu ár eru nú liðin frá því að þeir fyrstu greindust með HIV á Íslandi. Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira