„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. maí 2023 22:32 Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar atvikið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni. Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira