Meira en 200 milljón króna sekt fyrir stórfelld skattsvik Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 14:56 Valdimar þarf að greiða rúmlega 222 milljóna króna sekt eða sitja inni í 360 daga. Vísir/Vilhelm Eigandi félags sem átti veitingastaðinn Primo í Reykjavík var dæmdur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða meira en 220 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot í vikunni. Félagið Harrow House, í eigu Valdimars Jónssonar, rak ítalska veitingastaðinn Primo á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis frá 2015 eftir að þeir Jón Ragnarsson, faðir hans, vísuðu eigendum veitingastaðarins Caruso úr húsnæðinu með nokkrum látum árið áður. Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2020. Rannsókn á stórfelldum skattalagabrotum Valdimars í tengslum við reksturinn hófst eftir að skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til héraðssaksóknara árið 2021. Valdimar var ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu á réttum tíma í fyrra. Dómur féll í máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Auk skilorðsbundins fangelsisdómsins þarf hann að greiða rúmar 222 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eða sæta fangelsi í 360 daga. Hélt því fram að staðurinn greiddi fyrir sérleyfi Valdimar var meðal annars sakfelldur fyrir að skila efnislega röngu skattframtali fyrir hönd félagsins fyrir árin 2016 og 2017. Það gerði hann með því að offramtelja rekstrargjöld félagsins um tæpar 83,5 milljónir króna. Hann hélt því fram að hann ætti sérleyfi fyrir veitingastaðinn sem annað félag í hans eigu sæi um. Eignarhaldsfélag veitingastaðarins greiddi fyrir sérleyfið. Valdimar sagði fyrir dómi að samningur um sérleyfið væri til en að hann hefði ekki tök á að leggja hann fram. Skýringar hans voru taldar ótrúverðugar og þeim hafnað. Ekki væri annað séð af gögnum sem lágu fyrir að Valdirmar hefði hagnast persónulega á gjörningunum og að með þeim hefði hann fært fjármuni frá félaginu til sín persónulega. Ekkert studdi að hann hefði greitt reikninga fyrir félagið Þá var hann sakfelldur fyrir rangfæra bókhald Harrow House með því að offramtelja rekstrargjöld í bókhaldi og skattskilum um samtals 134,2 milljónir króna með gjaldfærslu sölureikninga sem áttu ekki við rök að styðjast annars vegar og hins vegar með því að lækka eigin skuld samkvæmt viðskiptamannareikningi hans í bókhaldi félagsins án þess að fyrir því væri tilefni. Sölureikningarnir voru vegna tveggja sérleyfisgreiðslna, þeirrar sem Valdimar var sakfelldur fyrir að offramtelja sem rekstrargjöld félagsins og 50,7 milljóna króna reiknings sem var færður í bókhaldið. Valdimar sagði bókhaldsstofu sem sá um bókhald félagsins að hann hefði greitt reikningana og voru þeir skuldajafnaðir við skulda hans á viðskiptamannareikningi hjá félaginu. Ekkert var þó talið hafa komið fram sem benti til þess að hann hefði greitt reikninga Harrow House við félagið sem átti að halda utan um sérleyfið. Með því var hann talinn hafa rangfært bókhald félagsins og lækkað skuld sína við félagið sem því nam. Hann hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á hvers vegna það var gert. Úttektir fyrir tannlæknakostnaði og veitingahúsaferðir Einnig var Valdirmar sakfelldur fyrir að skila efnislega röngum skattframtölum frá 2016 til 2019 með því að telja ekki fram úttektir upp á tæpar 139 milljónir króna hjá Harrow House. Þannig hafi hann komist undan því að greiða skatt af fénu. Hann bar því við að hann hefði skilað inn skattframtölum fyrir sjálfan sig í erlendu ríki þar sem hann hefði búið frá 2003. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi verið lagt fram í málinu sem styddi það. Saksóknari taldi úttektirnar skuld Valdimars samkvæmt viðskiðptamannareikningi hans hjá félaginu. Skuldin hafi verið gefin upp í framtölum félagsins en ekki í persónulegum framtölum Valdimars. Í mörgum tilvikum voru úttektir Valdimars á fé félagsins millifærslur til hans sjálfs eða tengdra einstaklinga og úttektir úr hraðbönkum. Sumar færslurnar hafi augljóslega verið persónuleg útgjöld hans, til dæmis greiðsla til tannlæknastofa og til annarra veitingastaða og bara. Dómsmál Skattar og tollar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Félagið Harrow House, í eigu Valdimars Jónssonar, rak ítalska veitingastaðinn Primo á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis frá 2015 eftir að þeir Jón Ragnarsson, faðir hans, vísuðu eigendum veitingastaðarins Caruso úr húsnæðinu með nokkrum látum árið áður. Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2020. Rannsókn á stórfelldum skattalagabrotum Valdimars í tengslum við reksturinn hófst eftir að skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til héraðssaksóknara árið 2021. Valdimar var ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu á réttum tíma í fyrra. Dómur féll í máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Auk skilorðsbundins fangelsisdómsins þarf hann að greiða rúmar 222 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eða sæta fangelsi í 360 daga. Hélt því fram að staðurinn greiddi fyrir sérleyfi Valdimar var meðal annars sakfelldur fyrir að skila efnislega röngu skattframtali fyrir hönd félagsins fyrir árin 2016 og 2017. Það gerði hann með því að offramtelja rekstrargjöld félagsins um tæpar 83,5 milljónir króna. Hann hélt því fram að hann ætti sérleyfi fyrir veitingastaðinn sem annað félag í hans eigu sæi um. Eignarhaldsfélag veitingastaðarins greiddi fyrir sérleyfið. Valdimar sagði fyrir dómi að samningur um sérleyfið væri til en að hann hefði ekki tök á að leggja hann fram. Skýringar hans voru taldar ótrúverðugar og þeim hafnað. Ekki væri annað séð af gögnum sem lágu fyrir að Valdirmar hefði hagnast persónulega á gjörningunum og að með þeim hefði hann fært fjármuni frá félaginu til sín persónulega. Ekkert studdi að hann hefði greitt reikninga fyrir félagið Þá var hann sakfelldur fyrir rangfæra bókhald Harrow House með því að offramtelja rekstrargjöld í bókhaldi og skattskilum um samtals 134,2 milljónir króna með gjaldfærslu sölureikninga sem áttu ekki við rök að styðjast annars vegar og hins vegar með því að lækka eigin skuld samkvæmt viðskiptamannareikningi hans í bókhaldi félagsins án þess að fyrir því væri tilefni. Sölureikningarnir voru vegna tveggja sérleyfisgreiðslna, þeirrar sem Valdimar var sakfelldur fyrir að offramtelja sem rekstrargjöld félagsins og 50,7 milljóna króna reiknings sem var færður í bókhaldið. Valdimar sagði bókhaldsstofu sem sá um bókhald félagsins að hann hefði greitt reikningana og voru þeir skuldajafnaðir við skulda hans á viðskiptamannareikningi hjá félaginu. Ekkert var þó talið hafa komið fram sem benti til þess að hann hefði greitt reikninga Harrow House við félagið sem átti að halda utan um sérleyfið. Með því var hann talinn hafa rangfært bókhald félagsins og lækkað skuld sína við félagið sem því nam. Hann hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á hvers vegna það var gert. Úttektir fyrir tannlæknakostnaði og veitingahúsaferðir Einnig var Valdirmar sakfelldur fyrir að skila efnislega röngum skattframtölum frá 2016 til 2019 með því að telja ekki fram úttektir upp á tæpar 139 milljónir króna hjá Harrow House. Þannig hafi hann komist undan því að greiða skatt af fénu. Hann bar því við að hann hefði skilað inn skattframtölum fyrir sjálfan sig í erlendu ríki þar sem hann hefði búið frá 2003. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi verið lagt fram í málinu sem styddi það. Saksóknari taldi úttektirnar skuld Valdimars samkvæmt viðskiðptamannareikningi hans hjá félaginu. Skuldin hafi verið gefin upp í framtölum félagsins en ekki í persónulegum framtölum Valdimars. Í mörgum tilvikum voru úttektir Valdimars á fé félagsins millifærslur til hans sjálfs eða tengdra einstaklinga og úttektir úr hraðbönkum. Sumar færslurnar hafi augljóslega verið persónuleg útgjöld hans, til dæmis greiðsla til tannlæknastofa og til annarra veitingastaða og bara.
Dómsmál Skattar og tollar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira