Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 06:54 Clinton hjónin ræddu við David Rubenstein í New York í gær. Getty/Jamie McCarthy Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos. Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum. „Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton. Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023 Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa. „Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“ Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bill Clinton Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos. Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum. „Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton. Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023 Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa. „Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“ Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bill Clinton Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira