Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2023 07:23 Trump hefur neitað því að hafa nauðgað Carroll. AP/Sue Ogrocki Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. Trump neitaði að mæta í dómsal til að svara spurningum. Í skýrslutökunum sagði Trump ásakanir E Jean Carroll um að hann hafði nauðgað henni í verslun í New York „fáránlegar“. Hann sagðist aðspurður ekki muna hvenær hann hefði verið giftur hvaða eiginkonu sinni en að hann gæti komist að því. Þá svaraði hann: „Ég veit það ekki,“ þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað framhjáhald. Trump sagðist afar sjaldan hafa lagt leið sína í Bergdorf Goodman, verslunina þar sem nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. „Þetta er fáránleg, ógeðsleg saga. Þetta er bara uppspuni,“ sagði hann um ásakanir Carroll. Það náðist aðeins að spila hluta af upptökunum í gær en restin verður spiluð í dag. Fyrr um daginn hlýddi kviðdómurinn á vitnisburð Natöshu Stoynoff, blaðamanns hjá tímaritinu People, sem sagði að Trump hefði ýtt henni upp að vegg og kysst hana gegn vilja hennar í Mar-a-Lago árið 2005. Hún hafði ferðast þangað til að skrifa grein um fyrsta brúðkaupsafmæli hans og Melaniu Trump. Stoynoff lýsti því hvernig hún reyndi að ýta Trump frá sér en hann hefði þrýst sér upp við hana og kysst hana. Hann hefði hætt þegar aðstoðarmaður hans gekk inn í herbergið. Að sögn Stoynoff reyndi Trump síðar að fá hana til að sofa hjá sér og sagði kynlífið myndu verða „best“. Að sögn blaðamannsins upplifði hún mikla skömm og niðurlægingu og fór þess á leit við ritstjóra sinn að þurfa ekki að skrifa meira um Trump. Kviðdómurinn hlustaði einnig á fræga upptöku þar sem Trump segist „sjálfkrafa“ dragast að fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær; eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni,“ segir hann á upptökunni. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Trump neitaði að mæta í dómsal til að svara spurningum. Í skýrslutökunum sagði Trump ásakanir E Jean Carroll um að hann hafði nauðgað henni í verslun í New York „fáránlegar“. Hann sagðist aðspurður ekki muna hvenær hann hefði verið giftur hvaða eiginkonu sinni en að hann gæti komist að því. Þá svaraði hann: „Ég veit það ekki,“ þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað framhjáhald. Trump sagðist afar sjaldan hafa lagt leið sína í Bergdorf Goodman, verslunina þar sem nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. „Þetta er fáránleg, ógeðsleg saga. Þetta er bara uppspuni,“ sagði hann um ásakanir Carroll. Það náðist aðeins að spila hluta af upptökunum í gær en restin verður spiluð í dag. Fyrr um daginn hlýddi kviðdómurinn á vitnisburð Natöshu Stoynoff, blaðamanns hjá tímaritinu People, sem sagði að Trump hefði ýtt henni upp að vegg og kysst hana gegn vilja hennar í Mar-a-Lago árið 2005. Hún hafði ferðast þangað til að skrifa grein um fyrsta brúðkaupsafmæli hans og Melaniu Trump. Stoynoff lýsti því hvernig hún reyndi að ýta Trump frá sér en hann hefði þrýst sér upp við hana og kysst hana. Hann hefði hætt þegar aðstoðarmaður hans gekk inn í herbergið. Að sögn Stoynoff reyndi Trump síðar að fá hana til að sofa hjá sér og sagði kynlífið myndu verða „best“. Að sögn blaðamannsins upplifði hún mikla skömm og niðurlægingu og fór þess á leit við ritstjóra sinn að þurfa ekki að skrifa meira um Trump. Kviðdómurinn hlustaði einnig á fræga upptöku þar sem Trump segist „sjálfkrafa“ dragast að fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær; eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni,“ segir hann á upptökunni. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira