Barnanauðgarar eiga nú yfir höfði sér dauðarefsingu í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 08:28 DeSantis segir Flórída munu berjast fyrir lögunum fyrir hæstarétti. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi, hefur undirritað lög sem útvíkka dauðarefsinguna í ríkinu. Hér eftir verður hægt að dæma þá sem eru fundnir sekir um að nauðga barni yngra en 12 ára til dauða. DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira