Skilorðsbundin refsing fyrir skattsvik og 48 milljóna króna sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2023 16:08 Magnús Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi forstjóri Klakka. Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá var sekt til ríkissjóðs vegna málsins þrefölduð og þarf Magnús að reiða fram 48 milljónir króna. Magnúsi var gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum með efnislega röngum skattframtölum árið 2017 og 2018 vegna áranna á undan. Hann hefði ekki talið fram tæplega 58 milljóna króna tekjur einkahlutafélagsins Pólstjörnunnar sem er að fullu í eigu hans. Héraðsdómur dæmdi Magnús til að greiða rúmar 16 milljónir króna í sekt. Magnús áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist frávísunar á grundvelli þess að brotið væri á mannréttindum hans með ákærunni. Hann hefði síðar greitt skatt af hinum vantöldu tekjum og því væri verið að refsa honum tvisvar. Landsréttur horfði til þess að Magnús hefði ekki verið sýknaður af því broti sem honum væri gefið að sök í málinu og því ekki um endurtekna málsmeðferð að ræða. Því væri ekki um að ræða endurtekna málsmeðferð. Þá hefði Magnús ekki sýnt fram á að saksóknin færi í bága við samningsviðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Var frávísunarkröfunni því hafnað. Landsréttur staðfesti dóminn í héraði þess efnis að sannað teldist að Magnús hefði staðið skil á röngum skattframtölum um rædd ár með því að vantelja tekjur sínar. Sannað væri að það hefði verið gert viljandi. Þannig hefði hann komið sér undan greiðslu skatts. Skipti engu þótt hann hefði, eftir að rannsóknin hófst, greitt skatt af vantöldu tekjunum. Þá hefði brotið verið löngu fullframið. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur brotið heyra undir 262. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um ásetning eða stórfellt gáleysi við lög um tekjuskatt. Þótti sex mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing og 47,8 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Magnúsi var gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum með efnislega röngum skattframtölum árið 2017 og 2018 vegna áranna á undan. Hann hefði ekki talið fram tæplega 58 milljóna króna tekjur einkahlutafélagsins Pólstjörnunnar sem er að fullu í eigu hans. Héraðsdómur dæmdi Magnús til að greiða rúmar 16 milljónir króna í sekt. Magnús áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist frávísunar á grundvelli þess að brotið væri á mannréttindum hans með ákærunni. Hann hefði síðar greitt skatt af hinum vantöldu tekjum og því væri verið að refsa honum tvisvar. Landsréttur horfði til þess að Magnús hefði ekki verið sýknaður af því broti sem honum væri gefið að sök í málinu og því ekki um endurtekna málsmeðferð að ræða. Því væri ekki um að ræða endurtekna málsmeðferð. Þá hefði Magnús ekki sýnt fram á að saksóknin færi í bága við samningsviðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Var frávísunarkröfunni því hafnað. Landsréttur staðfesti dóminn í héraði þess efnis að sannað teldist að Magnús hefði staðið skil á röngum skattframtölum um rædd ár með því að vantelja tekjur sínar. Sannað væri að það hefði verið gert viljandi. Þannig hefði hann komið sér undan greiðslu skatts. Skipti engu þótt hann hefði, eftir að rannsóknin hófst, greitt skatt af vantöldu tekjunum. Þá hefði brotið verið löngu fullframið. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur brotið heyra undir 262. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um ásetning eða stórfellt gáleysi við lög um tekjuskatt. Þótti sex mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing og 47,8 milljóna króna sekt til ríkissjóðs.
Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00