„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. apríl 2023 13:00 Ragnar Erling er ekki sammála forstjóra Vogs um að ekki skorti úrræði fyrir fólk með fíknisjúkdóma aðeins fjármagn. Hann segir fulla þörf á fjölbreyttari úrræðum. Vísir/Steingrímur Dúi Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið það sem af er ári. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um ópíóðafaraldur sem virðist geisa í samfélaginu.Forstjóri Vogs óttast að andlátum muni fjölga frekar ef ekki verði gripið inn í. Hún segir mikið af tækifærum til að gera betur í meðferðarstarfi hér á landi, þörfin sé gríðarleg. Ekki sé þó skortur á úrræðum heldur vanti aukið fjármagn. Ragnar Erling Hermannsson hefur rætt mjög opinskátt um fíknivanda sinn í gegnum tíðina og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um að það hjálpi öðrum. Hann segir ekki rétt að næg úrræði séu til staðar fyrir fólk með fíknivanda. „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Þetta er ekki rétt hjá Valgerði þegar hún segir þetta af því það vantar meiri fjölbreytileika,“ segir Ragnar og bætir við að fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd. „Þetta eru djúp sár sem þurfa að vera í öruggu umhverfi án þess að það sé skamm, fliss eða neitt.“ Ragnar segir fíknisjúkdóminn geta verið mjög subbulegan. „Því miður er það prógramm sem boðið er upp á meðferðarstofnun ekki nóg. Oft er regluverkið í kringum þessar stofnanir á þá vegu að starfsfólkið innan þeirra veggja, sem langar að gera hvað segir er fyrir okkur, þannig að þau mega ekki fara út fyrir þann ramma því þá eiga þau á hættu að missa fjármagnið og fjárlögin,“ segir hann. Að sögn Ragnars er fíknisjúkdómurinn læknanlegur en beita þurfi réttum aðferðum. Hann segir fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak og hyggst gefa yfirvöldum eitt tækifæri í viðbót til að gera úrbætur. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið það sem af er ári. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um ópíóðafaraldur sem virðist geisa í samfélaginu.Forstjóri Vogs óttast að andlátum muni fjölga frekar ef ekki verði gripið inn í. Hún segir mikið af tækifærum til að gera betur í meðferðarstarfi hér á landi, þörfin sé gríðarleg. Ekki sé þó skortur á úrræðum heldur vanti aukið fjármagn. Ragnar Erling Hermannsson hefur rætt mjög opinskátt um fíknivanda sinn í gegnum tíðina og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um að það hjálpi öðrum. Hann segir ekki rétt að næg úrræði séu til staðar fyrir fólk með fíknivanda. „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Þetta er ekki rétt hjá Valgerði þegar hún segir þetta af því það vantar meiri fjölbreytileika,“ segir Ragnar og bætir við að fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd. „Þetta eru djúp sár sem þurfa að vera í öruggu umhverfi án þess að það sé skamm, fliss eða neitt.“ Ragnar segir fíknisjúkdóminn geta verið mjög subbulegan. „Því miður er það prógramm sem boðið er upp á meðferðarstofnun ekki nóg. Oft er regluverkið í kringum þessar stofnanir á þá vegu að starfsfólkið innan þeirra veggja, sem langar að gera hvað segir er fyrir okkur, þannig að þau mega ekki fara út fyrir þann ramma því þá eiga þau á hættu að missa fjármagnið og fjárlögin,“ segir hann. Að sögn Ragnars er fíknisjúkdómurinn læknanlegur en beita þurfi réttum aðferðum. Hann segir fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak og hyggst gefa yfirvöldum eitt tækifæri í viðbót til að gera úrbætur.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40