Fermingarferðin og 10 miða klippikort í uppnámi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 21:15 Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Vísir/Vilhelm Tilkynning flugfélagsins Niceair um að hlé yrði gert á starfsemi er mikið áfall fyrir Norðlendinga. Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi, átti bókaða fermingarferð fyrir soninn og í framhaldinu ferð til Póllands á skólaráðstefnu sem nú er í uppnámi. Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum. Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum.
Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira