Lögmannafélagið áminnir lögmann vegna meintra lyga laganema Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2023 20:00 Myndin er tekin í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur en tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Lögmannafélag Íslands hefur áminnt lögmann vegna starfsmanns lögmannsins, sem var laganemi, og talinn var hafa siglt undir fölsku flaggi. Laganeminn kvaðst vera að vinna að verkefni í refsirétti og bað rannsóknarstofu Háskóla Íslands, í lyfja- og eiturefnafræði, um aðstoð í tengslum við verkefnið. Svar rannsóknarstofunnar var lagt fram sem sönnunargagn í sakamáli lögmannsins degi síðar. Fulltrúi lögmannsins, laganeminn, hafði samband við rannsóknarstofuna í maí í fyrra og bað um samband við tiltekinn starfsmann, sem féllst á að aðstoða nemann. „Ég er að vinna rannsóknarverkefni í refsirétti sem varðar tengingu fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs […] og hvar skilin liggja á milli fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs, sérstaklega þegar um er að ræða notkun lyfja á borð við Ritalin og Medikinet, svo dæmi sé tekið,“ sagði laganeminn í tölvupósti sem hann sendi úr háskólanetfangi sínu á starfsmanninn. Starfsmaður rannsóknarstofunnar svaraði spurningu laganemans ítarlega og sagði rannsóknarverkefnið áhugavert. Degi síðar lagði lögmaður fram svarið sem sönnunargagn í dómsmáli, sem varðaði einmitt meintan akstur undir áhrifum tiltekinna tegunda lyfja. Beitt visvítandi blekkingum Rannsóknarstofa háskólans taldi að laganeminn hafi vísvitandi beitt blekkingum í því skyni að leggja fram skjal sem myndi kasta rýrð á fyrirliggjandi skjal í dómsmáli, enda rannsaki stofan jafnan sýni í sakamálum þegar meint notkun ávana- og fíkniefni er til álita. Lögmaðurinn bæri ábyrgð á störfum laganemans. Laganeminn neitaði að hafa beitt blekkingum. Hann hafi verið að vinna að rannsóknarverkefni, sem þó væri skammt á veg komið. Áhugi á verkefninu hafi einmitt kviknað þegar hann aðstoðaði lögmanninn við varnir í téðu sakamáli. Hann hafi gert sér grein fyrir því að svör rannsóknarstofunnar gætu nýst þegar þau bárust. Venja að aðstoða nemendur Háskóli Íslands krafðist þess að lögmanninum yrði gert að sæta áminningu enda hefði laganeminn, á ábyrgð lögmannsins, villt á sér heimildir og beitt blekkingum. Venja sé að aðstoða nema endurgjaldslaust við rannsóknarverkefni og gjald hefði verið tekið, hefði laganeminn komið hreint fram. Þá hafi nemandinn ekki kynnt sig sem lögfræðing, gefið upp vinnunetfang eða annað sem gæti gefið til kynna að hann hafi óskað eftir gögnum vegna starfans. Þvert á móti hafi hann sent póst úr háskólanetfangi og sagst vera að vinna að rannsóknarverkefni í refsirétti. Hvergi hafi verið minnst á yfirvofandi sakamál og tengsl laganemans við verjendastörf lögmannsins í málinu. Allra lögmætra úrræða neytt Lögmaðurinn hélt því fram að fjölmargir vankantar væru á rannsókn stofunnar í tengslum við sakamálið og væri því verið að kvarta til Lögmannafélagsins. Hvorki lög né siðareglur lögmanna hafi verið brotin, enda hafi framlagning matsgerðarinnar verið í þágu þeirrar skyldu að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta hagsmuna umbjóðenda. Rangar fullyrðingar háskólans fælu í sér aðför að æru og virðingu sem ekki yrði við unað. Ekkert óeðlilegt væri við að áhugi nema, og annarri, kvikni í tengslum við störf. Lögmannafélagið sagði að laganemanum hafi borið skylda til að upplýsa starfsmann rannsóknarstofu háskólans um störf sín og tengsl við dómsmálið. Ekkert hafi komið fram sem gæfi til kynna að hann væri raunverulega að vinna að rannsóknarverkefni. Þó svo væri bæri samt sem áður að upplýsa um tengsl hans við málið. Háttsemin samrýmdist þar af leiðandi hvorki þeirri tillitssemi sem lögmönnum beri að sýna né verði talin í samræmi við góða lögmannshætti. Rétt þótti að áminna lögmanninn, vegna háttsemi laganemans, vegna málsins. Uppfært: Rétt er að taka fram að úrskurðarnefnd lögmanna, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og starfar í tengslum við Lögmannafélag Íslands, úrskurðaði í málinu, ekki Lögmannafélagið sjálft. Lögmennska Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Fulltrúi lögmannsins, laganeminn, hafði samband við rannsóknarstofuna í maí í fyrra og bað um samband við tiltekinn starfsmann, sem féllst á að aðstoða nemann. „Ég er að vinna rannsóknarverkefni í refsirétti sem varðar tengingu fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs […] og hvar skilin liggja á milli fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs, sérstaklega þegar um er að ræða notkun lyfja á borð við Ritalin og Medikinet, svo dæmi sé tekið,“ sagði laganeminn í tölvupósti sem hann sendi úr háskólanetfangi sínu á starfsmanninn. Starfsmaður rannsóknarstofunnar svaraði spurningu laganemans ítarlega og sagði rannsóknarverkefnið áhugavert. Degi síðar lagði lögmaður fram svarið sem sönnunargagn í dómsmáli, sem varðaði einmitt meintan akstur undir áhrifum tiltekinna tegunda lyfja. Beitt visvítandi blekkingum Rannsóknarstofa háskólans taldi að laganeminn hafi vísvitandi beitt blekkingum í því skyni að leggja fram skjal sem myndi kasta rýrð á fyrirliggjandi skjal í dómsmáli, enda rannsaki stofan jafnan sýni í sakamálum þegar meint notkun ávana- og fíkniefni er til álita. Lögmaðurinn bæri ábyrgð á störfum laganemans. Laganeminn neitaði að hafa beitt blekkingum. Hann hafi verið að vinna að rannsóknarverkefni, sem þó væri skammt á veg komið. Áhugi á verkefninu hafi einmitt kviknað þegar hann aðstoðaði lögmanninn við varnir í téðu sakamáli. Hann hafi gert sér grein fyrir því að svör rannsóknarstofunnar gætu nýst þegar þau bárust. Venja að aðstoða nemendur Háskóli Íslands krafðist þess að lögmanninum yrði gert að sæta áminningu enda hefði laganeminn, á ábyrgð lögmannsins, villt á sér heimildir og beitt blekkingum. Venja sé að aðstoða nema endurgjaldslaust við rannsóknarverkefni og gjald hefði verið tekið, hefði laganeminn komið hreint fram. Þá hafi nemandinn ekki kynnt sig sem lögfræðing, gefið upp vinnunetfang eða annað sem gæti gefið til kynna að hann hafi óskað eftir gögnum vegna starfans. Þvert á móti hafi hann sent póst úr háskólanetfangi og sagst vera að vinna að rannsóknarverkefni í refsirétti. Hvergi hafi verið minnst á yfirvofandi sakamál og tengsl laganemans við verjendastörf lögmannsins í málinu. Allra lögmætra úrræða neytt Lögmaðurinn hélt því fram að fjölmargir vankantar væru á rannsókn stofunnar í tengslum við sakamálið og væri því verið að kvarta til Lögmannafélagsins. Hvorki lög né siðareglur lögmanna hafi verið brotin, enda hafi framlagning matsgerðarinnar verið í þágu þeirrar skyldu að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta hagsmuna umbjóðenda. Rangar fullyrðingar háskólans fælu í sér aðför að æru og virðingu sem ekki yrði við unað. Ekkert óeðlilegt væri við að áhugi nema, og annarri, kvikni í tengslum við störf. Lögmannafélagið sagði að laganemanum hafi borið skylda til að upplýsa starfsmann rannsóknarstofu háskólans um störf sín og tengsl við dómsmálið. Ekkert hafi komið fram sem gæfi til kynna að hann væri raunverulega að vinna að rannsóknarverkefni. Þó svo væri bæri samt sem áður að upplýsa um tengsl hans við málið. Háttsemin samrýmdist þar af leiðandi hvorki þeirri tillitssemi sem lögmönnum beri að sýna né verði talin í samræmi við góða lögmannshætti. Rétt þótti að áminna lögmanninn, vegna háttsemi laganemans, vegna málsins. Uppfært: Rétt er að taka fram að úrskurðarnefnd lögmanna, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og starfar í tengslum við Lögmannafélag Íslands, úrskurðaði í málinu, ekki Lögmannafélagið sjálft.
Lögmennska Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira