Ekki sama gamla tuggan aftur Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 22. mars 2023 13:30 Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Samgöngur Borgarlína Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar