Ekki sama gamla tuggan aftur Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 22. mars 2023 13:30 Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Samgöngur Borgarlína Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun