Franska til framtíðar Rósa Elín Davíðsdóttir skrifar 21. mars 2023 11:01 20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn. Evrópuráðið og mannréttindadómstóll Evrópu svo fátt eitt sé nefnt. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs árið 2015, úr fjórum árum í þrjú, fækkaði einingum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs. Nýstúdentar búa því yfir talsvert minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) nú en fyrir styttingu námstímans. Samhliða þessu hefur þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs fækkað og er franska nú einungis kennd við 12 framhaldsskóla. Jafnframt virðast nýir framhaldsskólar hafa tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á frönskunám. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og alþjóðavæðing og alþjóðlegt samstarf hefur aukist meira en nokkru sinn fyrr. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega og því er þörfin fyrir tungumálakunnáttu meiri en áður. Utanríkisráðuneyti Íslands sem og alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn á Íslandi hafa bent á að sárlega vanti fólk með frönskukunnáttu til starfa. Ef fram heldur sem horfir og enn verði dregið úr kennslu á mikilvægum tungumálum svo sem frönsku þá er hætt við að Ísland dragist aftur úr á fjölmörgum sviðum, því aðgangur Íslendinga að viðskiptum, vísindum og menningarverðmætum þrengist jafnt og þétt með minnkandi tungumálakunnáttu. Það er því von félags frönskukennara að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frönsku standi vörð um hana og tryggi að í framtíðinni verði áfram boðið upp á öflugt nám í frönsku á Íslandi. Góð frönskukunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim. Fyrir hönd félags frönskukennara á Íslandi, Rósa Elín Davíðsdóttir,aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands og ritstjóri Lexíu, íslensk-franskrar veforðabókar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Sjá meira
20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn. Evrópuráðið og mannréttindadómstóll Evrópu svo fátt eitt sé nefnt. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs árið 2015, úr fjórum árum í þrjú, fækkaði einingum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs. Nýstúdentar búa því yfir talsvert minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) nú en fyrir styttingu námstímans. Samhliða þessu hefur þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs fækkað og er franska nú einungis kennd við 12 framhaldsskóla. Jafnframt virðast nýir framhaldsskólar hafa tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á frönskunám. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og alþjóðavæðing og alþjóðlegt samstarf hefur aukist meira en nokkru sinn fyrr. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega og því er þörfin fyrir tungumálakunnáttu meiri en áður. Utanríkisráðuneyti Íslands sem og alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn á Íslandi hafa bent á að sárlega vanti fólk með frönskukunnáttu til starfa. Ef fram heldur sem horfir og enn verði dregið úr kennslu á mikilvægum tungumálum svo sem frönsku þá er hætt við að Ísland dragist aftur úr á fjölmörgum sviðum, því aðgangur Íslendinga að viðskiptum, vísindum og menningarverðmætum þrengist jafnt og þétt með minnkandi tungumálakunnáttu. Það er því von félags frönskukennara að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frönsku standi vörð um hana og tryggi að í framtíðinni verði áfram boðið upp á öflugt nám í frönsku á Íslandi. Góð frönskukunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim. Fyrir hönd félags frönskukennara á Íslandi, Rósa Elín Davíðsdóttir,aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands og ritstjóri Lexíu, íslensk-franskrar veforðabókar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun