Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson skrifar 8. mars 2014 07:00 Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar