Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 11:41 Kristrún Frostadóttir tilkynnti um framboð sitt til embættis formanns Samfylkingarinnar hinn 19. ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. Könnun Maskínu var gerð dagana 6. til 20. mars og tóku 1.599 manns afstöðu. Samkvæmt henni nýtur Samfylkingin stuðnings 24 prósenta kjósenda, Sjálfstæðisflokkurinn 20 prósenta og Framsóknarflokkurinn 13, 2 prósenta. Framsóknarmenn hafa aukið fylgi sitt um rétt rúmlega prósentustig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar. Fylgi Vinstri grænna heldur hins vegar áfram að minnka og mælist nú aðeins 6 prósentustig en það var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu í marsmánuði.Vísir Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn auka einnig fylgi sitt um eitt prósentustig milli kannanna. Viðreisn mælist nú með 9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 6, sama fylgi og Vinstri græn og Miðflokkurinn. Fylgi Pírata minnkar hins vegar töluvert milli kannana eða um 2,5 prósentustig og mælist nú 10 prósent. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum í september 2021. Það fór í fyrsta skipti undir 40 prósent í síðasta mánuði og mældist þá 39,1 prósent og mælist nú á svipuðum slóðum eða 39,3 prósent. Samfylkingin hefur bætt við sig lang mestu fylgi allra flokka frá kosningum. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum en mælist nú eins og áður sagði með 24 prósent atkvæða. Á sama tíma hafa Vinstri græn tapað fylgi ríflega heilmings kjósenda sinna. Flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða í kosningunum en mælist nú með 6 prósent. Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Píratar Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 6. til 20. mars og tóku 1.599 manns afstöðu. Samkvæmt henni nýtur Samfylkingin stuðnings 24 prósenta kjósenda, Sjálfstæðisflokkurinn 20 prósenta og Framsóknarflokkurinn 13, 2 prósenta. Framsóknarmenn hafa aukið fylgi sitt um rétt rúmlega prósentustig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar. Fylgi Vinstri grænna heldur hins vegar áfram að minnka og mælist nú aðeins 6 prósentustig en það var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu í marsmánuði.Vísir Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn auka einnig fylgi sitt um eitt prósentustig milli kannanna. Viðreisn mælist nú með 9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 6, sama fylgi og Vinstri græn og Miðflokkurinn. Fylgi Pírata minnkar hins vegar töluvert milli kannana eða um 2,5 prósentustig og mælist nú 10 prósent. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum í september 2021. Það fór í fyrsta skipti undir 40 prósent í síðasta mánuði og mældist þá 39,1 prósent og mælist nú á svipuðum slóðum eða 39,3 prósent. Samfylkingin hefur bætt við sig lang mestu fylgi allra flokka frá kosningum. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum en mælist nú eins og áður sagði með 24 prósent atkvæða. Á sama tíma hafa Vinstri græn tapað fylgi ríflega heilmings kjósenda sinna. Flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða í kosningunum en mælist nú með 6 prósent.
Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Píratar Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08
Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24