Telur sig loks hafa fundið móður Leonardos Da Vinci Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. mars 2023 14:30 Sjálfsmynd af Leonardo da Vinci (1452 - 1519), máluð í kringum 1510. Getty Images Ítalskur sagnfræðingur hefur leyst meira en 500 ára ráðgátu um hver var móðir endurreisnarmálarans Leonardos Da Vinci. Hún var prinsessa og þræll sem rænt var frá heimkynnum sínum í barnæsku. Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks. Ítalía Menning Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Leonardo Da Vinci er oft kallaður faðir endurreisnarinnar, og einn mesti snillingur mannsandans. Hann fæddist árið 1452, en í tæp 600 ár hefur móðerni snillingsins verið á huldu. Sem er öllu sjaldgæfara en að faðerni barna sé á huldu. Fáir menn mannkynssögunnar hafa verið rannsakaðir eins gaumgæfilega og Leonardo Da Vinci. Engu að síður hefur aldrei verið upplýst með óyggjandi hætti hver móðir hans var. Ýmsum kenningum hefur verið fleygt á lofti, m.a. að hún hafi verið munaðarlaus, fátæk bóndastúlka, já eða ambátt frá Norður-Afríku. Þekktasta verk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, sem hefur verið til sýnis í Louvre safninu í París frá 1797, ef frá eru skilin nokkur ár í byrjun 20. aldar þegar verkinu var rænt.Marc Piasecki/Getty Images Móðir Da Vinci var prinsessa frá Kákasus-fjöllum Á þriðjudaginn kom út á Ítalíu bókin „Bros Caterinu, móður Leonardos“, hún er eftir Carlo Vecce, sagnfræðiprófessor við háskólann í Napolí. Hann byggir hana á áralöngum rannsóknum sínum á skjölum sem ekki hafa komið fram áður, og niðurstaðan er að móðir Leonardos hafi verið prinsessa frá Kákasus-fjöllunum, sem liggja á milli Svartahafs og Kaspíahafs, en þetta svæði tilheyrir í dag Rússlandi. Tatarar, sem voru geysilega afkastamiklir þrælakaupmenn, námu hana á brott á barnsaldri, fóru með hana til Ítalíu þar sem hún var seld í þrældóm og kynlífsánauð. L'uomo vitruviano. Verk Da Vinci af hinum fullkomna manni sem hann gerði í kringum 1490.Hulton Archive/Getty Images Faðir Da Vinci leysti barnsmóður sína úr ánauð Gögnin sýna að Caterina var í eigu heldri frúar að nafni Monna Ginevra, en þau benda til þess að Caterina hafi verið frilla lögfræðings og lögbókanda í Flórens, manns að nafni Piero da Vinci, sem hálfu ári eftir fæðingu Leonardos, skrifaði upp á lausnarbréf fyrir barnsmóður sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Flórens, sagði sagnfræðiprófessorinn að hann hefði í raun lagt sig fram um að afsanna að móðir Leonardos hefði verið ambátt, en á endanum hafi hann gefist upp fyrir öllum þeim fjölda vísbendinga og skjala sem hann fann og staðfestu að í raun hafi móðir hans verið ambátt. Þá hafi lausnarskjal Caterinu verið uppfullt af villum og mistökum, sem bendi til þess að lögbókarinn, og faðir Leonardos, hafi verið yfir sig stressaður þegar hann útbjó skjalið, en þung viðurlög lágu við því á þessum tíma að barna þræla annars fólks.
Ítalía Menning Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira