Heiða Kristín ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 11:58 Heiða Kristín Helgadóttir. Aðsend Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. Hún hefur við starfinu í sumar en hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Niceland Seafood auk þess að hafa komið að stofnun og rekstri hugbúnaðarfyrirtækja hérlendis og í Bandaríkjunum. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Sjávarklasanum. „Heiða er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem pólitískur ráðgjafi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar frá áramótum og var kosningastjóri og framkvæmdastjóri Besta flokksins og einn af stofnendum Bjartrar framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Heiðu Kristínu að hún hafi lengi hrifist af starfi Sjávarklasans á Íslandi enda hafi klasahugmyndafræðin margsannað gildi sitt við stofnun og uppbyggingu fyrirtækja og nýrra verkefna. „Sjávarklasinn byggir á góðum grunni og er í lykilstöðu sem hreyfiafl í íslensku samfélagi nú þegar áherslan á fullnýtingu afurða og hringrásarhagkerfið er í hámæli. Nýjasta verkefni klasans, Grænir iðngarðar í Helguvík er til marks um þann metnað og framtíðarsýn sem Sjávarklasinn hefur ætíð staðið fyrir og ég er stolt og spennt að fá að leggja lóð mitt á vogarskálar Þórs Sigfússonar stofnanda klasans og hans samstarfsfólks við að auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með áherslu á nýsköpun og verðmætasköpun innan bláa hagkerfisins“ segir Heiða Kristín. Um Íslenska sjávarklasans segir að hann sé drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. „Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar. Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti. Þúsundir innlendra og erlenda gesta heimsækja Hús sjávarklasans á hverju ári.“ Vistaskipti Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Sjávarklasanum. „Heiða er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem pólitískur ráðgjafi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar frá áramótum og var kosningastjóri og framkvæmdastjóri Besta flokksins og einn af stofnendum Bjartrar framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Heiðu Kristínu að hún hafi lengi hrifist af starfi Sjávarklasans á Íslandi enda hafi klasahugmyndafræðin margsannað gildi sitt við stofnun og uppbyggingu fyrirtækja og nýrra verkefna. „Sjávarklasinn byggir á góðum grunni og er í lykilstöðu sem hreyfiafl í íslensku samfélagi nú þegar áherslan á fullnýtingu afurða og hringrásarhagkerfið er í hámæli. Nýjasta verkefni klasans, Grænir iðngarðar í Helguvík er til marks um þann metnað og framtíðarsýn sem Sjávarklasinn hefur ætíð staðið fyrir og ég er stolt og spennt að fá að leggja lóð mitt á vogarskálar Þórs Sigfússonar stofnanda klasans og hans samstarfsfólks við að auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með áherslu á nýsköpun og verðmætasköpun innan bláa hagkerfisins“ segir Heiða Kristín. Um Íslenska sjávarklasans segir að hann sé drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. „Með sterkari tengingum og samvinnu opnast ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar til framtíðar. Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti. Þúsundir innlendra og erlenda gesta heimsækja Hús sjávarklasans á hverju ári.“
Vistaskipti Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira