Ferðamenn fagna grænni orkuvinnslu Jóna Bjarnadóttir skrifar 4. mars 2023 10:00 Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun. Gera má ráð fyrir að með aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni muni græna orkan verða enn mikilvægari en hún er nú þegar fyrir ímynd lands og þjóðar. Þörf er á aukinni raforku til að mæta eftirspurn vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda, vegna orkuskiptanna, fólksfjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið, en við þurfum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skilar fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Um leið erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins og breytir ásýnd þeirra svæða sem tekin eru undir orkuvinnslu. Það er okkar reynsla að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fer vel saman. Má þar nefna landgræðslu, rekstur þjóðgarða og ferðamennsku. Erlendir gestir okkar eru á sama máli. Jákvæð upplifun Viðhorf til grænu orkuvinnslunnar okkar með vatnsafli, jarðvarma og vindi er almennt jákvætt meðal ferðamanna. 95% töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland. 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu hana engin áhrif hafa haft. 54% segja að frekari orkuvinnsla muni auka líkurnar á að þau heimsæki Ísland aftur í framtíðinni. 45% aðspurðra sögðu orkuvinnsluna engin áhrif hafa á þá ákvörðun en aðeins um 1% töldu hana draga úr líkum á frekari heimsóknum. Hlið við hlið Heimsbyggðin er á tímamótum. Við verðum að bregðast við loftslagsvandanum og hætta að nota bensín og olíu. Við Íslendingar stöndum vel að vígi því við höfum alla burði til að skipta jarðefnaeldsneytinu út fyrir græna orku. En til þess að svo megi verða er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir hér á landi. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Vinnsla hennar skaðar ekki ímynd okkar í augum ferðamanna, þvert á móti. Það er gott að fá staðfestingu á því að tvær mikilvægar greinar, orkuvinnslan og ferðamennskan, geta áfram þrifist hér hlið við hlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun. Gera má ráð fyrir að með aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni muni græna orkan verða enn mikilvægari en hún er nú þegar fyrir ímynd lands og þjóðar. Þörf er á aukinni raforku til að mæta eftirspurn vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda, vegna orkuskiptanna, fólksfjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið, en við þurfum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skilar fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Um leið erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins og breytir ásýnd þeirra svæða sem tekin eru undir orkuvinnslu. Það er okkar reynsla að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fer vel saman. Má þar nefna landgræðslu, rekstur þjóðgarða og ferðamennsku. Erlendir gestir okkar eru á sama máli. Jákvæð upplifun Viðhorf til grænu orkuvinnslunnar okkar með vatnsafli, jarðvarma og vindi er almennt jákvætt meðal ferðamanna. 95% töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland. 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu hana engin áhrif hafa haft. 54% segja að frekari orkuvinnsla muni auka líkurnar á að þau heimsæki Ísland aftur í framtíðinni. 45% aðspurðra sögðu orkuvinnsluna engin áhrif hafa á þá ákvörðun en aðeins um 1% töldu hana draga úr líkum á frekari heimsóknum. Hlið við hlið Heimsbyggðin er á tímamótum. Við verðum að bregðast við loftslagsvandanum og hætta að nota bensín og olíu. Við Íslendingar stöndum vel að vígi því við höfum alla burði til að skipta jarðefnaeldsneytinu út fyrir græna orku. En til þess að svo megi verða er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir hér á landi. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Vinnsla hennar skaðar ekki ímynd okkar í augum ferðamanna, þvert á móti. Það er gott að fá staðfestingu á því að tvær mikilvægar greinar, orkuvinnslan og ferðamennskan, geta áfram þrifist hér hlið við hlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun