Óvænt endurkoma Tuchel til Parísar í kortunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 17:00 Thomas Tuchel stýrði PSG frá 2018 til 2020. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Thomas Tuchel gæti óvænt tekið við París Saint-Germain á nýjan leik en hann var rekinn frá liðinu í desember 2020. Núverandi þjálfari, Christophe Galtier, fær til 8. mars til að bjarga starfi sínu. Það er fátt öruggt í heimi fótboltans en þessa dagana er alltaf hægt að reikna með drama í París. Liðið er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar en féll úr leik í franska bikarnum á dögunum. Þá tapaði það 0-1 á heimavelli í fyrri leik einvígisins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var það þriðja tap liðsins í röð, í öllum keppnum. Liðið virtist vera að tapa fjórða leiknum í röð en tókst að landa sigri á Lille með tveimur mörkum í blálokin. Í þeim leik mætti Luis Campos, íþróttastjóri félagsins, niður á hliðarlínuna. Það benti sterklega til þess að dagar Galtier væru taldir. Zinedine Zidane hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður en hann mun ekki taka við franska landsliðinu í bráð eins og hann vildi þar sem Didier Deschamps skrifaði nýverið undir nýjan samning. - Incredible scenes in Paris as the technical director Luis Campos has left the stands and is currently shouting to his own players from the sideline, with the manager behind him. pic.twitter.com/SOmSRvmNNK— (@TheEuropeanLad) February 19, 2023 Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar sem arftaki Galtier er téður Tuchel en hinn 49 ára gamli Þjóðverji var rekinn á jóladag árið 2020. Hann hafði unnið frönsku úrvalsdeildina tvívegis sem þjálfari liðsins, franska deildarbikarinn og franska bikarinn ásamt því að koma liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eftir að hann var rekinn frá PSG tók hann við Chelsea og gerði liðið að Evrópumeisturum. Hann var svo rekinn þaðan fyrr á þessu tímabili. Talið er að Tuchel sé ekki æstur í að taka við PSG á nýjan leik eftir meðhöndlun félagsins á honum. Munurinn nú er sá að skipt hefur verið um íþróttastjóra. Tuchel og Leonardo, þáverandi íþróttastjóra félagsins, lenti saman fyrir þremur árum en í dag er Leonardo horfinn á braut og Campos tekinn við. PSG are linked with a SHOCK move for former boss Thomas Tuchel https://t.co/aFp4M0vIzP— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023 Hvort Tuchel taki starfinu eða ekki virðist styttast í að PSG skipti um þjálfara enn á ný. Í raun má bóka að það gerist fari svo að Bayern slái liðið út úr Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira
Það er fátt öruggt í heimi fótboltans en þessa dagana er alltaf hægt að reikna með drama í París. Liðið er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar en féll úr leik í franska bikarnum á dögunum. Þá tapaði það 0-1 á heimavelli í fyrri leik einvígisins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var það þriðja tap liðsins í röð, í öllum keppnum. Liðið virtist vera að tapa fjórða leiknum í röð en tókst að landa sigri á Lille með tveimur mörkum í blálokin. Í þeim leik mætti Luis Campos, íþróttastjóri félagsins, niður á hliðarlínuna. Það benti sterklega til þess að dagar Galtier væru taldir. Zinedine Zidane hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður en hann mun ekki taka við franska landsliðinu í bráð eins og hann vildi þar sem Didier Deschamps skrifaði nýverið undir nýjan samning. - Incredible scenes in Paris as the technical director Luis Campos has left the stands and is currently shouting to his own players from the sideline, with the manager behind him. pic.twitter.com/SOmSRvmNNK— (@TheEuropeanLad) February 19, 2023 Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar sem arftaki Galtier er téður Tuchel en hinn 49 ára gamli Þjóðverji var rekinn á jóladag árið 2020. Hann hafði unnið frönsku úrvalsdeildina tvívegis sem þjálfari liðsins, franska deildarbikarinn og franska bikarinn ásamt því að koma liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eftir að hann var rekinn frá PSG tók hann við Chelsea og gerði liðið að Evrópumeisturum. Hann var svo rekinn þaðan fyrr á þessu tímabili. Talið er að Tuchel sé ekki æstur í að taka við PSG á nýjan leik eftir meðhöndlun félagsins á honum. Munurinn nú er sá að skipt hefur verið um íþróttastjóra. Tuchel og Leonardo, þáverandi íþróttastjóra félagsins, lenti saman fyrir þremur árum en í dag er Leonardo horfinn á braut og Campos tekinn við. PSG are linked with a SHOCK move for former boss Thomas Tuchel https://t.co/aFp4M0vIzP— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023 Hvort Tuchel taki starfinu eða ekki virðist styttast í að PSG skipti um þjálfara enn á ný. Í raun má bóka að það gerist fari svo að Bayern slái liðið út úr Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira