Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 07:51 Launin eru í engu samræmi við ábyrgðina, segir Félag íslenskra hjúkrunafræðinga. Vísir/Vilhelm Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“ Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira