Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 12. janúar 2023 12:01 Palli og Valli opna Indican í Borgartúninu. Aðsent Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Þegar indverski veitingastaðurinn Indican opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Páll Óskar er búsettur, ákvað Palli að fara og smakka. Heimsóknin endaði með því að Palli lýsti yfir ánægju sinni í myndbandi sem fór síðan eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Í ljósi aðdáunar Palla á matnum skaut Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican því að honum að hann ætti nú bara að gerast meðeigandi hans í nýja staðnum sem opnar nú í Borg29 mathöllinni, fyrst hann elskaði matinn svona mikið. Palli tók boðinu og úr varð samstarf. @indicanwest Hvar þetta byrjaði vs hvar þetta endaði Takk fyrir okkur Palli og takk fyrir okkur áramótaskaup, alltaf velkomin a Indican original sound - indicanwest Vísir sló á þráðinn til Palla og spurði hann út í veitingareksturinn og þessa stóru ákvörðun. „Þetta með Indican gerist alveg yndislega sjálfkrafa,“ segir Palli og bætir því við að hann hafi verið mikill aðdáandi Valgeirs og hans veitingastaða en hann á einnig Íslensku flatbökuna. Skemmtilegast að afgreiða ánægða viðskiptavini Hann segir aðdáun sína á staðnum vera einlæga. „Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að kýla á þetta og ég vil gera þetta vegna þess að varan er góð. Ég er í alvörunni aðdáandi staðarins, ég er aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi,“ segir Palli og bætir því við að hann verði andlit staðarins út á við og lesi inn á auglýsingar. Þar að auki bjó hann til slagorð staðarins „alveg gaalið gott“ en setningin vall upp úr honum þegar hann smakkaði matinn í fyrsta sinn. Það verður eflaust stutt í gleði og gaman á Indican á næstunni. Aðsent Palli keypti sig inn í reksturinn í mathöllinni og á nú tíu prósent þar. Hann segist hlakka til að fá að læra af reynsluboltum í bransanum, afgreiða viðskiptavini og prófa eitthvað nýtt. Eigendur Indican eru því orðnir þrír en auk Valla og Palla á Daði Laxdal hlut í rekstrinum. „Svo þegar það er mikið að gera í mathöllinni, sérstaklega kannski í hádeginu á föstudögum, þá stend ég vaktina og afgreiði viðskiptavini og ég hlakka alveg svakalega til þess. Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið í lífinu var að afgreiða viðskiptavinina á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg í gamla daga. Þar vann ég þegarfólk notaði VHS spólur. Ég var þar frá sirka 1989 til 1992,“ segir Palli. Nýr staður Indican opnar í Borg29 mathöllinni næsta föstudag og mun Palli afgreiða viðskiptavini staðarins frá 11:30 til 13:30. Hann segist mæla með því að fólk sem hafi aldrei komið á Indican áður byrji á því að prófa Butter chicken og osta naan. „Það var það sem ég fríkaði út af í þessu vídeói,“ segir Palli. Veitingastaðir Tónlist Reykjavík Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þegar indverski veitingastaðurinn Indican opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Páll Óskar er búsettur, ákvað Palli að fara og smakka. Heimsóknin endaði með því að Palli lýsti yfir ánægju sinni í myndbandi sem fór síðan eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Í ljósi aðdáunar Palla á matnum skaut Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican því að honum að hann ætti nú bara að gerast meðeigandi hans í nýja staðnum sem opnar nú í Borg29 mathöllinni, fyrst hann elskaði matinn svona mikið. Palli tók boðinu og úr varð samstarf. @indicanwest Hvar þetta byrjaði vs hvar þetta endaði Takk fyrir okkur Palli og takk fyrir okkur áramótaskaup, alltaf velkomin a Indican original sound - indicanwest Vísir sló á þráðinn til Palla og spurði hann út í veitingareksturinn og þessa stóru ákvörðun. „Þetta með Indican gerist alveg yndislega sjálfkrafa,“ segir Palli og bætir því við að hann hafi verið mikill aðdáandi Valgeirs og hans veitingastaða en hann á einnig Íslensku flatbökuna. Skemmtilegast að afgreiða ánægða viðskiptavini Hann segir aðdáun sína á staðnum vera einlæga. „Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að kýla á þetta og ég vil gera þetta vegna þess að varan er góð. Ég er í alvörunni aðdáandi staðarins, ég er aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi,“ segir Palli og bætir því við að hann verði andlit staðarins út á við og lesi inn á auglýsingar. Þar að auki bjó hann til slagorð staðarins „alveg gaalið gott“ en setningin vall upp úr honum þegar hann smakkaði matinn í fyrsta sinn. Það verður eflaust stutt í gleði og gaman á Indican á næstunni. Aðsent Palli keypti sig inn í reksturinn í mathöllinni og á nú tíu prósent þar. Hann segist hlakka til að fá að læra af reynsluboltum í bransanum, afgreiða viðskiptavini og prófa eitthvað nýtt. Eigendur Indican eru því orðnir þrír en auk Valla og Palla á Daði Laxdal hlut í rekstrinum. „Svo þegar það er mikið að gera í mathöllinni, sérstaklega kannski í hádeginu á föstudögum, þá stend ég vaktina og afgreiði viðskiptavini og ég hlakka alveg svakalega til þess. Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið í lífinu var að afgreiða viðskiptavinina á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg í gamla daga. Þar vann ég þegarfólk notaði VHS spólur. Ég var þar frá sirka 1989 til 1992,“ segir Palli. Nýr staður Indican opnar í Borg29 mathöllinni næsta föstudag og mun Palli afgreiða viðskiptavini staðarins frá 11:30 til 13:30. Hann segist mæla með því að fólk sem hafi aldrei komið á Indican áður byrji á því að prófa Butter chicken og osta naan. „Það var það sem ég fríkaði út af í þessu vídeói,“ segir Palli.
Veitingastaðir Tónlist Reykjavík Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira