Meintur gerandi fái vernd á meðan brotaþoli og fjölskylda sitja í djúpum sárum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. janúar 2023 14:31 Helga Baldvins Bjargardóttir lögmaður er réttargæslumaður stúlkunnar. Stúlkan greindi fyrst frá ofbeldinu fyrir tæplega tveimur árum en ákæra hefur ekki enn verið gefin út. Vísir/Baldur Réttargæslumaður fimmtán ára stúlku, sem sakaði stjúpföður sinn um ítrekað og gróft kynferðisofbeldi, segir ekki boðlegt að réttarkerfið geti ekki unnið úr málum án þess að valda brotaþolum skaða. Stúlkan hafi þurft að bíða í nærri tvö ár án ákæru og lögreglan á þeim tíma afhent manninum síma brotaþola. Maðurinn nýtur nú verndar í formi nálgunarbanns. Í næsta mánuði verða tvö ár liðin frá því að stúlkan, sem er í dag fimmtán ára, greindi í viðtali hjá Barnahúsi frá ítrekuðu og grófu kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum stjúpföður síns en ofbeldið átti sér stað frá því hún var níu ára þar til hún var tólf ára. Helga Baldvins Bjargardóttir, réttargæslumaður stúlkunnar, segir málið hafa verið hjá lögreglu í tæpt ár án þess að rætt hafi verið við vitni né kallað eftir skýrslu frá Barnahúsi. Málið var þá hjá ákæruvaldinu í hálft ár áður en ákveðið var að senda það aftur til rannsóknar. Í millitíðinni afhenti lögregla manninum síma stúlkunnar fyrir mistök. „Þetta hefur bara gríðarlega slæm áhrif á brotaþola og öll málsmeðferðin, að þetta taki svona ofboðslega langan tíma og sé svo komið aftur til ákæruvaldsins. Það eru komin tvö ár síðan barnið segir frá,“ segir Helga. Tilhugsunin um að gerandi hafi aðgang að símanum yfirþyrmandi Hvað síma stúlkunnar varðar bendir Helga á að maðurinn kunni öll lykilorð og geti því hæglega komist að viðkvæmum upplýsingum. Þó lögregla hafi beðist afsökunar og bætt stúlkunni símann fjárhagslega hafi þau ekki fallist á kröfu föður hennar um að húsleit yrði gerð hjá manninum og hann tekinn trúanlegur að hann hafi hent símanum. Lögreglu hefði átt að vera ljóst frá upphafi að síminn, sem er neon litaður, hafi ekki tilheyrt manninum. Allt hafi þetta haft gríðarlega alvarleg sálræn áhrif á stúlkuna. „Hún rauk upp í áfallastreitu og áfallaviðbrögðum við þetta, og bara tilhugsunin um að meintur gerandi komist í allar þessar myndir og einkaskilaboð eru bara yfirþyrmandi,“ segir Helga. Bróðir og faðir úrskurðaðir í nálgunarbann Faðir stúlkunnar sagði í samtali við DV fyrir helgi að rannsókn lögreglu hafi verið misheppnuð og fulla af klúðri en hann sætir nú nálgunarbanni vegna hótana í garð mannsins. Hann gekkst við því í viðtalinu að hafa hótað að eyðileggja líf mannsins og fjölskyldu hans. „Þessi maður rústaði lífi dóttur minnar. Hann skal fá makleg málagjöld. Hann braut mörg hundruð sinnum gegn henni á viðbjóðslegan hátt. Það sem hann gerði er ófyrirgefanlegt,“ segir faðirinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við DV. Sonur hans, bróðir stúlkunnar, var einnig úrskurðaður í nálgunarbann af Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að hann réðst á manninn þann 11. október en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í lok síðasta mánaðar. Meintur gerandi fær vernd meðan fjölskyldan situr í sárum Helga bendir á að sonurinn hafi einnig verið beittur ofbeldi og kært manninn en það ekki hafa fengið framgöngu í kerfinu þar sem hann mundi atvikin illa. Hann hafi rekist á manninn á förnum vegi og ráðist á hann. „Það er þá sem að gerandi fær nálgunarbann bæði á bróðurinn og á föður brotaþola,“ segir Helga en hún segir föðurinn öskureiðan, líkt og við var að búast. „Þetta er ferli sem að tekur bara tvo mánuði og þarna er meintur gerandi kominn með vernd á meðan brotaþoli og fjölskylda sitja í djúpum sárum í tvö ár að bíða eftir einhverri niðurstöðu í málinu,“ segir hún enn fremur. Nauðsynlegt sé að gera betur. Lögreglan sé vanfjármögnuð en skorti einnig þekkingu á ofbeldi, áföllum og áfallamiðaðri nálgun. „Það er í rauninni ekki boðlegt að senda brotaþola af stað með að kæra málin sín og berskjalda sig svona og afhenda viðkvæmustu og erfiðustu upplýsingar lífs síns kerfi sem að kann ekki að taka við þeim og vinna úr þeim á þann hátt að það valdi þeim ekki skaða,“ segir Helga. Kynferðisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að“ Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann á hendur manni sem ítrekað hefur haft uppi grófar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, í garð annars manns og fjölskyldu hans. 2. janúar 2023 21:09 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Í næsta mánuði verða tvö ár liðin frá því að stúlkan, sem er í dag fimmtán ára, greindi í viðtali hjá Barnahúsi frá ítrekuðu og grófu kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum stjúpföður síns en ofbeldið átti sér stað frá því hún var níu ára þar til hún var tólf ára. Helga Baldvins Bjargardóttir, réttargæslumaður stúlkunnar, segir málið hafa verið hjá lögreglu í tæpt ár án þess að rætt hafi verið við vitni né kallað eftir skýrslu frá Barnahúsi. Málið var þá hjá ákæruvaldinu í hálft ár áður en ákveðið var að senda það aftur til rannsóknar. Í millitíðinni afhenti lögregla manninum síma stúlkunnar fyrir mistök. „Þetta hefur bara gríðarlega slæm áhrif á brotaþola og öll málsmeðferðin, að þetta taki svona ofboðslega langan tíma og sé svo komið aftur til ákæruvaldsins. Það eru komin tvö ár síðan barnið segir frá,“ segir Helga. Tilhugsunin um að gerandi hafi aðgang að símanum yfirþyrmandi Hvað síma stúlkunnar varðar bendir Helga á að maðurinn kunni öll lykilorð og geti því hæglega komist að viðkvæmum upplýsingum. Þó lögregla hafi beðist afsökunar og bætt stúlkunni símann fjárhagslega hafi þau ekki fallist á kröfu föður hennar um að húsleit yrði gerð hjá manninum og hann tekinn trúanlegur að hann hafi hent símanum. Lögreglu hefði átt að vera ljóst frá upphafi að síminn, sem er neon litaður, hafi ekki tilheyrt manninum. Allt hafi þetta haft gríðarlega alvarleg sálræn áhrif á stúlkuna. „Hún rauk upp í áfallastreitu og áfallaviðbrögðum við þetta, og bara tilhugsunin um að meintur gerandi komist í allar þessar myndir og einkaskilaboð eru bara yfirþyrmandi,“ segir Helga. Bróðir og faðir úrskurðaðir í nálgunarbann Faðir stúlkunnar sagði í samtali við DV fyrir helgi að rannsókn lögreglu hafi verið misheppnuð og fulla af klúðri en hann sætir nú nálgunarbanni vegna hótana í garð mannsins. Hann gekkst við því í viðtalinu að hafa hótað að eyðileggja líf mannsins og fjölskyldu hans. „Þessi maður rústaði lífi dóttur minnar. Hann skal fá makleg málagjöld. Hann braut mörg hundruð sinnum gegn henni á viðbjóðslegan hátt. Það sem hann gerði er ófyrirgefanlegt,“ segir faðirinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við DV. Sonur hans, bróðir stúlkunnar, var einnig úrskurðaður í nálgunarbann af Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að hann réðst á manninn þann 11. október en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í lok síðasta mánaðar. Meintur gerandi fær vernd meðan fjölskyldan situr í sárum Helga bendir á að sonurinn hafi einnig verið beittur ofbeldi og kært manninn en það ekki hafa fengið framgöngu í kerfinu þar sem hann mundi atvikin illa. Hann hafi rekist á manninn á förnum vegi og ráðist á hann. „Það er þá sem að gerandi fær nálgunarbann bæði á bróðurinn og á föður brotaþola,“ segir Helga en hún segir föðurinn öskureiðan, líkt og við var að búast. „Þetta er ferli sem að tekur bara tvo mánuði og þarna er meintur gerandi kominn með vernd á meðan brotaþoli og fjölskylda sitja í djúpum sárum í tvö ár að bíða eftir einhverri niðurstöðu í málinu,“ segir hún enn fremur. Nauðsynlegt sé að gera betur. Lögreglan sé vanfjármögnuð en skorti einnig þekkingu á ofbeldi, áföllum og áfallamiðaðri nálgun. „Það er í rauninni ekki boðlegt að senda brotaþola af stað með að kæra málin sín og berskjalda sig svona og afhenda viðkvæmustu og erfiðustu upplýsingar lífs síns kerfi sem að kann ekki að taka við þeim og vinna úr þeim á þann hátt að það valdi þeim ekki skaða,“ segir Helga.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að“ Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann á hendur manni sem ítrekað hefur haft uppi grófar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, í garð annars manns og fjölskyldu hans. 2. janúar 2023 21:09 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
„Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að“ Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann á hendur manni sem ítrekað hefur haft uppi grófar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, í garð annars manns og fjölskyldu hans. 2. janúar 2023 21:09