Ekki sýnt fram á að rekja megi banaslysið til jarðhræringa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2022 11:16 Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. Vísir/Sigurjón GT verktakar eiga rétt á því að fá þriðjung þeirrar jarðýtu sem féll ofan í malarnámu í Þrengslunum árið 2020 bættan. Stjórnandi jarðýtunnar lést í slysinu. Hann er talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við stjórn jarðýtunnar. Ekki þykir sannað að stór jarðskjálfti, nokkrum dögum fyrir slysið, hafi átt þátt í því. Þann 22. október 2020 fannst karlmaður látinn í malarnámu í Þrengslunum. Strax var ljóst að jarðýta sem maðurinn stjórnaði fór fram af brún og féll ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Ýtan var af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vóg um 73 tonn og var í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. Jarðýtan hafði verið keypt árið áður á 160 milljónir króna, með kaupleigusamningi við Lykil fjármögnun. Verktakafyrirtækið var með húftryggingu fyrir jarðýtunni hjá tryggingarfélaginu VÍS. Tryggingafélagið hafnaði því hins vegar að bæta tjónið á þeim grundvelli að tjónið hafi orsakast af stórkostlegu gáleysi jarðýtustjórans og broti á varúðarreglu. Fór svo að verktakafyrirtækið stefndi VÍS vegna málsins. Jarðýtan er ein sú stærsta sinnar tegundar, sú stærsta sem Liebherr framleiðir.Vísir/Sigurjón Í dómi Héraðsdóms í málinu, sem féll í byrjun mánaðarins, kemur fram að við rannsókn lögreglu á slysinu komið í ljós að jarðýtustjórinn hafi neytt áfengis fyrir slysið, etanólmagn í blóði hans mældist 1,24 prómill. Byggði tryggingafélagið meðal annars mál sitt á því að með þessu hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Því hafi tryggingafélagið verið í rétti í því að skerða bótarétt verktakafyrirtækisins að fullu. Stór skjálfti reið yfir tveimur dögum fyrir slysið Verktakafyrirtækið byggði meðal annars mál sitt á því að ýmsar ástæður kunni að hafa verir fyrir slysinu. Ómögulegt væri að slá því föstu hvað kunni að hafa gerst er slysið átti sér stað, sem varð að næturlagi. Taldi fyrirtækið að líklegasta skýringin væri sú að jarðhræringar á svæðinu hafi haft þær afleiðingar á jarðveg fjallshlíðarinnar í námunni að los eða sprunga hafi myndast. Brúnin hafi svo gefið sig undan þunga jarðýtunnar. Jarðskjálfti að stærðinni 5,6 reið yfir svæðið tveimur dögum fyrir slysið. Þá taldi fyrirtækið einnig mögulegt að bilun hafi komið upp í jarðýtunni. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að miðað við magn etanóls í blóði jarðýtustjórans hafi hann talist óhæfur til að stjórna jarðýtunni. Telja verði fullvíst að dómgreind hans hafi verið skert er jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni. Telur dómurinn að með því að neyta áfengis við vinnuna umrætt kvöld hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, ekki síst þar sem aðstæður umrætt kvöld hafi verið sérstaklega varasamar vegna mikils myrkurs og hvassviðris. Margt á huldu Í dómi héraðsdóms segir þó að óljóst sé hvernig það nákvæmlega gerðist að jarðýtan fór fram af brúninni, og að á öðrum stað að margt sé á huldu um það atriði. Taldi dómurinn þó að þar sem sýnt hafi verið fram á að jarðýtustjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis væri það á ábyrgð verktakafyrirtækisins að sýna fram á slysið hafi átt sér stað af öðrum orsökum. Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina. Kemur fram í dómi héraðsdóms að bíltæknirannsókn á vegum lögreglu hafi ekki leitt í ljós að bilun hafi orðið á jarðýtunni. Hvað varðar möguleikann á að jarðskjálfti hafi valdið slysinu telur héraðsdómur, sem meðal annars var skipaður Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingi, að ekkert bendi sérstaklega til þess að jarðhræringar hafi átt þátt í slysinu. Tekur dómurinn þó fram að ósanngjarnt sé að verktakafyrirtækið bæri eitt ábyrgð á tjóninu. Ekki verði séð að það hafi mátt vita af ölvunarástandi jarðýtustjórans, eða að það hafi verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir það. Var niðurstaða héraðsdóms því að tryggingafélaginu beri að bæta verktakafyrirtækinu þriðjung jarðýtunnar. Dómsmál Ölfus Vinnuslys Tryggingar Tengdar fréttir Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33 Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Þann 22. október 2020 fannst karlmaður látinn í malarnámu í Þrengslunum. Strax var ljóst að jarðýta sem maðurinn stjórnaði fór fram af brún og féll ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Ýtan var af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vóg um 73 tonn og var í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. Jarðýtan hafði verið keypt árið áður á 160 milljónir króna, með kaupleigusamningi við Lykil fjármögnun. Verktakafyrirtækið var með húftryggingu fyrir jarðýtunni hjá tryggingarfélaginu VÍS. Tryggingafélagið hafnaði því hins vegar að bæta tjónið á þeim grundvelli að tjónið hafi orsakast af stórkostlegu gáleysi jarðýtustjórans og broti á varúðarreglu. Fór svo að verktakafyrirtækið stefndi VÍS vegna málsins. Jarðýtan er ein sú stærsta sinnar tegundar, sú stærsta sem Liebherr framleiðir.Vísir/Sigurjón Í dómi Héraðsdóms í málinu, sem féll í byrjun mánaðarins, kemur fram að við rannsókn lögreglu á slysinu komið í ljós að jarðýtustjórinn hafi neytt áfengis fyrir slysið, etanólmagn í blóði hans mældist 1,24 prómill. Byggði tryggingafélagið meðal annars mál sitt á því að með þessu hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Því hafi tryggingafélagið verið í rétti í því að skerða bótarétt verktakafyrirtækisins að fullu. Stór skjálfti reið yfir tveimur dögum fyrir slysið Verktakafyrirtækið byggði meðal annars mál sitt á því að ýmsar ástæður kunni að hafa verir fyrir slysinu. Ómögulegt væri að slá því föstu hvað kunni að hafa gerst er slysið átti sér stað, sem varð að næturlagi. Taldi fyrirtækið að líklegasta skýringin væri sú að jarðhræringar á svæðinu hafi haft þær afleiðingar á jarðveg fjallshlíðarinnar í námunni að los eða sprunga hafi myndast. Brúnin hafi svo gefið sig undan þunga jarðýtunnar. Jarðskjálfti að stærðinni 5,6 reið yfir svæðið tveimur dögum fyrir slysið. Þá taldi fyrirtækið einnig mögulegt að bilun hafi komið upp í jarðýtunni. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að miðað við magn etanóls í blóði jarðýtustjórans hafi hann talist óhæfur til að stjórna jarðýtunni. Telja verði fullvíst að dómgreind hans hafi verið skert er jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni. Telur dómurinn að með því að neyta áfengis við vinnuna umrætt kvöld hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, ekki síst þar sem aðstæður umrætt kvöld hafi verið sérstaklega varasamar vegna mikils myrkurs og hvassviðris. Margt á huldu Í dómi héraðsdóms segir þó að óljóst sé hvernig það nákvæmlega gerðist að jarðýtan fór fram af brúninni, og að á öðrum stað að margt sé á huldu um það atriði. Taldi dómurinn þó að þar sem sýnt hafi verið fram á að jarðýtustjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis væri það á ábyrgð verktakafyrirtækisins að sýna fram á slysið hafi átt sér stað af öðrum orsökum. Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina. Kemur fram í dómi héraðsdóms að bíltæknirannsókn á vegum lögreglu hafi ekki leitt í ljós að bilun hafi orðið á jarðýtunni. Hvað varðar möguleikann á að jarðskjálfti hafi valdið slysinu telur héraðsdómur, sem meðal annars var skipaður Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingi, að ekkert bendi sérstaklega til þess að jarðhræringar hafi átt þátt í slysinu. Tekur dómurinn þó fram að ósanngjarnt sé að verktakafyrirtækið bæri eitt ábyrgð á tjóninu. Ekki verði séð að það hafi mátt vita af ölvunarástandi jarðýtustjórans, eða að það hafi verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir það. Var niðurstaða héraðsdóms því að tryggingafélaginu beri að bæta verktakafyrirtækinu þriðjung jarðýtunnar.
Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina.
Dómsmál Ölfus Vinnuslys Tryggingar Tengdar fréttir Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33 Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33
Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06