Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 07:03 Trump bar að greina sérstaklega frá láninu. AP/Rebecca Blackwell Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. Lánið var frá suður-kóreska fyrirtækinu Daewoo, sem var eina fyrirtæki landsins sem hafði heimild til þess á 10. áratug síðustu aldar að starfa í Norður-Kóreu. Frá þessu greinir Forbes en í umfjöllun blaðsins segir að tengsl Daewoo og Trump nái aftur um að minnsta kosti 25 ár. Daewoo og fyrirtæki í eigu Trump áttu meðal annars í samstarfi um framkvæmdir við Trump World Tower í New York, nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Þá var nafn Trump notað á sex fasteignum Daewoo í Suður-Kóreu frá 1999 til 2007. Það vekur athygli að lánið sem um ræðir stóð í 19,8 milljónum dala frá 2011 til 2016 en upphæðin lækkaði í 4,3 milljónir fimm mánuðum eftir að Trump tók við embætti forseta. Þá var lánið „keypt“ af Daewoo árið 2017 en ekki er vitað hver tók við skuldinni eða gerði hana upp. Það er ekki víst að Trump hafi brotið lög með því að tilkynna ekki um lánið þegar hann átti að gera grein fyrir öllum hagsmunum sínum. Skuldin hafði þó óneitanlega nokkra hagsmunaárekstra í för með sér. „Hann kann vel við mig, ég kann vel við hann. Okkur semur,“ sagði Trump um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, árið 2018. Þá sagði hann þá hafa „orðið ástfangna“. Kviðdómur í New York liggur nú undir feldi í umfangsmiklu skattsvikamáli gegn Trump Organization. Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Lánið var frá suður-kóreska fyrirtækinu Daewoo, sem var eina fyrirtæki landsins sem hafði heimild til þess á 10. áratug síðustu aldar að starfa í Norður-Kóreu. Frá þessu greinir Forbes en í umfjöllun blaðsins segir að tengsl Daewoo og Trump nái aftur um að minnsta kosti 25 ár. Daewoo og fyrirtæki í eigu Trump áttu meðal annars í samstarfi um framkvæmdir við Trump World Tower í New York, nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Þá var nafn Trump notað á sex fasteignum Daewoo í Suður-Kóreu frá 1999 til 2007. Það vekur athygli að lánið sem um ræðir stóð í 19,8 milljónum dala frá 2011 til 2016 en upphæðin lækkaði í 4,3 milljónir fimm mánuðum eftir að Trump tók við embætti forseta. Þá var lánið „keypt“ af Daewoo árið 2017 en ekki er vitað hver tók við skuldinni eða gerði hana upp. Það er ekki víst að Trump hafi brotið lög með því að tilkynna ekki um lánið þegar hann átti að gera grein fyrir öllum hagsmunum sínum. Skuldin hafði þó óneitanlega nokkra hagsmunaárekstra í för með sér. „Hann kann vel við mig, ég kann vel við hann. Okkur semur,“ sagði Trump um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, árið 2018. Þá sagði hann þá hafa „orðið ástfangna“. Kviðdómur í New York liggur nú undir feldi í umfangsmiklu skattsvikamáli gegn Trump Organization.
Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira