Sannfæringin eða lífið? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2022 12:02 Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mótmælaalda í Íran Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun