Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 11:59 Barack Obama og Joe Biden voru kampakátir á sviði í Fíladelfíu í gær jafnvel þó að flest bendi til þess að flokkur þeirra missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi. AP/Patrick Semansky Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32