Erfiður vetur framundan: „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 21:44 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stjórnartíð Liz Truss hafa verið algjöra sneypuför. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög erfiðan vetur framundan fyrir nýjan forsætisráðherra Bretlands. Kostnaður fylgi sneypuför Liz Truss og efnahagskrísa á Vesturlöndum muni hafa mikil áhrif á Bretland. Stjórnarandstaðan kallar eftir kosningum og segir Íhaldsmenn ekki geta teflt fram nýjum leiðtoga í hverjum mánuði. Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Hann hefur ekki beint lýðræðislegt umboð á bak við sig enda er hann valinn innan flokks síns. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla því eftir kosningum og bent hefur verið á að Sunak hafi beðið afhroð í leiðtogakjöri flokksins gegn Liz Truss fyrir einungis sjö vikum. Valdatíð Truss stóð yfir í 45 daga. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að komandi vetur muni reynast nýja forsætisráðherranum erfiður. „Bretar eru að fara inn í algjöran gerningarvetur þegar að kemur að efnahagsstöðunni. Það er krísa nánast alls staðar á Vesturlöndum en til viðbótar við kostnaðinn af fárinu [og] Úkraínumálið út af orkunni, þá eru Bretar núna að greiða mjög mikinn kostnað af útgöngunni úr Evrópusambandinu. Sem kemur akkúrat núna ofan í þessa krísu, sem gerir það að verkum að þetta verður mun erfiðara á Bretlandseyjum en annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann telur þó að Sunak muni fara sér hægar í aðgerðum í efnahagsmálum heldur en forveri hans. „Truss keyrði hins vegar einhverja mjög svona harðlínustefnu í frjálshyggjunni og langt umfram það sem efnahagslegur raunveruleiki í Bretlandi akkúrat í augnablikinu þoldi í þessu verðbólgufári sem þar geisar núna. Þannig að Sunak, þó að hann aðhyllist svipaða stefnu, þá er hann miklu meiri realisti í hagstjórninni. Þannig að við ættum að sjá meiri ró færast yfir breskt efnahagslíf – og veitir ekki af,“ segir Eiríkur. Hann segir að Liz Truss gæti mögulega átt afturkvæmt í stjórnmál og þá mögulega sem hefðbundinn þingmaður. Menn geti lifað mjög góðu lífi á „aftari bekkjum“ þingsalarins. „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför hjá henni og versta niðurlæging sem nokkur forsætisráðherra breskur hefur þolað. En ég hugsa að hún gæti nú alveg snúið aftur sem valdamanneskja á einhvern hátt en ekki í stól forsætisráðherra, ég ætti nú erfitt með að sjá það,“ segir Eiríkur. Aðspurður um mögulegt framboð Boris Johnson telur hann að það hefði aldrei gengið upp. „Boris Johnson var að reyna einhverja pólitíska loftfimleika sem að voru nánast algjörlega ómögulegir. Það er nú bara eiginlega við þessar einkennilegu aðstæður í Bretlandi sem eitthvað svona lagað gæti gengið upp. En þetta var bara skot svoleiðis langt utan af velli og það voru engar líkur á því að þetta myndi ganga hjá honum, og ég held að Sunak hafi bara séð þá stöðu,“ segir Eiríkur. Bretland Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands og sá þriðji á þessu ári. Hann hefur ekki beint lýðræðislegt umboð á bak við sig enda er hann valinn innan flokks síns. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla því eftir kosningum og bent hefur verið á að Sunak hafi beðið afhroð í leiðtogakjöri flokksins gegn Liz Truss fyrir einungis sjö vikum. Valdatíð Truss stóð yfir í 45 daga. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að komandi vetur muni reynast nýja forsætisráðherranum erfiður. „Bretar eru að fara inn í algjöran gerningarvetur þegar að kemur að efnahagsstöðunni. Það er krísa nánast alls staðar á Vesturlöndum en til viðbótar við kostnaðinn af fárinu [og] Úkraínumálið út af orkunni, þá eru Bretar núna að greiða mjög mikinn kostnað af útgöngunni úr Evrópusambandinu. Sem kemur akkúrat núna ofan í þessa krísu, sem gerir það að verkum að þetta verður mun erfiðara á Bretlandseyjum en annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann telur þó að Sunak muni fara sér hægar í aðgerðum í efnahagsmálum heldur en forveri hans. „Truss keyrði hins vegar einhverja mjög svona harðlínustefnu í frjálshyggjunni og langt umfram það sem efnahagslegur raunveruleiki í Bretlandi akkúrat í augnablikinu þoldi í þessu verðbólgufári sem þar geisar núna. Þannig að Sunak, þó að hann aðhyllist svipaða stefnu, þá er hann miklu meiri realisti í hagstjórninni. Þannig að við ættum að sjá meiri ró færast yfir breskt efnahagslíf – og veitir ekki af,“ segir Eiríkur. Hann segir að Liz Truss gæti mögulega átt afturkvæmt í stjórnmál og þá mögulega sem hefðbundinn þingmaður. Menn geti lifað mjög góðu lífi á „aftari bekkjum“ þingsalarins. „Þetta var náttúrulega algjör sneypuför hjá henni og versta niðurlæging sem nokkur forsætisráðherra breskur hefur þolað. En ég hugsa að hún gæti nú alveg snúið aftur sem valdamanneskja á einhvern hátt en ekki í stól forsætisráðherra, ég ætti nú erfitt með að sjá það,“ segir Eiríkur. Aðspurður um mögulegt framboð Boris Johnson telur hann að það hefði aldrei gengið upp. „Boris Johnson var að reyna einhverja pólitíska loftfimleika sem að voru nánast algjörlega ómögulegir. Það er nú bara eiginlega við þessar einkennilegu aðstæður í Bretlandi sem eitthvað svona lagað gæti gengið upp. En þetta var bara skot svoleiðis langt utan af velli og það voru engar líkur á því að þetta myndi ganga hjá honum, og ég held að Sunak hafi bara séð þá stöðu,“ segir Eiríkur.
Bretland Tengdar fréttir Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03
Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að nýjum forsætisráðherra bíði það erfiða verkefni að skera niður og hækka skatta til að ná ríkisfjármálunum í eðillegt horf. Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 12:23
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“