Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2022 09:02 Á RT-sjónvarpsstöðinni er rekinn áróður fyrir stríði Rússa í Úkraínu. Ummæli þáttastjórnanda þar um að drekkja börnum í síðustu viku þóttu fara yfir strikið, jafnvel hjá rússneskum yfirvöldum. Vísir/Getty Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. Anton Krasovskíj sagði að úkraínsk börn sem litu á Rússa sem innrásarlið á tímum Sovétríkjanna hefðu átt að vera tekin og varpað út í straumþunga á til að drukkna í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni RT sem rússnesk stjórnvöld styðja í síðustu viku. Úkraínsk stjórnvöld kölluðu í kjölfarið eftir því að RT yrði bannað á heimsvísu fyrir að æsa til þjóðarmorðs, að því er segir í frétt Reuters. Margarita Simonjan, aðalritstjóri RT, segist hafa sett Krasovskíj í bann vegna „ógeðfelldra“ ummæla hans og fullyrðir að enginn deili skoðun hans á ritstjórninni. Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022 Krasovskíj sjálfur segist skammast sín fyrir ummælin. Hann er á meðal fjölda Rússa sem Evrópusambandið beitir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þetta gerist, maður er í beinni útsendingu, maður fer fram úr sér og maður nær ekki að stoppa. Ég bið hvern þann sem kann að hafa verið sleginn yfir þessu afsökunar,“ sagði Krasovskíj í samfélagsmiðlafærslu. Svonefnd rannsóknarnefnd Rússlands sem rannsakar alvarlega glæpi segir að hún hafi verið beðin um að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins. Í þættinum í síðustu viku talaði Krasovskíj einnig um að smala börnum inn í kofa og brenna þá og gerði grín að nauðgunum á úkraínskum konum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ofbeldi gegn börnum Fjölmiðlar Úkraína Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Anton Krasovskíj sagði að úkraínsk börn sem litu á Rússa sem innrásarlið á tímum Sovétríkjanna hefðu átt að vera tekin og varpað út í straumþunga á til að drukkna í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni RT sem rússnesk stjórnvöld styðja í síðustu viku. Úkraínsk stjórnvöld kölluðu í kjölfarið eftir því að RT yrði bannað á heimsvísu fyrir að æsa til þjóðarmorðs, að því er segir í frétt Reuters. Margarita Simonjan, aðalritstjóri RT, segist hafa sett Krasovskíj í bann vegna „ógeðfelldra“ ummæla hans og fullyrðir að enginn deili skoðun hans á ritstjórninni. Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022 Krasovskíj sjálfur segist skammast sín fyrir ummælin. Hann er á meðal fjölda Rússa sem Evrópusambandið beitir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þetta gerist, maður er í beinni útsendingu, maður fer fram úr sér og maður nær ekki að stoppa. Ég bið hvern þann sem kann að hafa verið sleginn yfir þessu afsökunar,“ sagði Krasovskíj í samfélagsmiðlafærslu. Svonefnd rannsóknarnefnd Rússlands sem rannsakar alvarlega glæpi segir að hún hafi verið beðin um að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins. Í þættinum í síðustu viku talaði Krasovskíj einnig um að smala börnum inn í kofa og brenna þá og gerði grín að nauðgunum á úkraínskum konum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ofbeldi gegn börnum Fjölmiðlar Úkraína Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira