Íbúðum í byggingu fjölgar alls staðar nema í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. október 2022 21:00 Fleiri íbúðir eru samanlagt í byggingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar en í borginni sjálfri. Þar fækkar íbúðum í byggingu milli ára á meðan hún eykst um tæp 90 prósent hjá hinum sveitarfélögunum samanlagt. 8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót. Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót.
Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira