Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2022 10:24 Tiltölulega fáar myndir eru til af Yevgeny Prigozhin hjá vestrænum myndaveitum. Þessi var tekin árið 2016 í Pétursborg í Rússlandi. Getty/Mikhail Svetlov Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Prigozhin hefur lengi verið talinn fjármagna málaliðahópinn. Hann tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum og hefur um árabil verið kallaður „kokkur Pútíns“. Það vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum þegar birt var myndband af Prigozhin í fangelsi í Rússlandi. Þar bauð hann föngum frelsi fyrir að vinna hjá Wagner í sex mánuði og taka þátt í yfirstandandi innrás í Úkraínu. „Ef þið þjónið í sex mánuði, eru þið frjálsir. Ef þið farið til Úkraínu og ákveðið að þetta sé ekki fyrir ykkur, tökum við ykkur að lífi,“ sagði Prigozhin við fangana. Hann gaf þeim fimm mínútur til að ákveða sig. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hefur barist gegn því að vera bendlaður við Wagner Prigozhin hefur á undanförnum árum höfðað fjölda dómsmála gegn fólki sem hefur bendlað hann við hópinn. Hann hefur lengi verið talinn einn af stofnendum hans og sagður fjármagna hópinn. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Nú hefur auðjöfurinn viðurkennt að hafa stofnað málaliðahópinn. Í yfirlýsingu frá Concord Group, sem er fyrirtæki í eigu Prigozhins, segist hann hafa stofnað hópinn árið 2014, Nú sé hann skipaður föðurlandsvinum sem berjist til að vernda þá sem minna mega sín og í nafni réttlætis. Prigozhin segir málaliða sína vera eina af grunnstoðum „Móðurlandsins“. Hann segist stoltur af störfum þeirra. Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Í yfirlýsingu ESB sagði að Wagner Group væri fjármagnaður af Prigozhin. Þá staðhæfði hann að hann tengdist málaliðahópnum ekki á nokkurn hátt. Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sýrland Malí Líbía Súdan Mósambík Mið-Afríkulýðveldið Tengdar fréttir Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Prigozhin hefur lengi verið talinn fjármagna málaliðahópinn. Hann tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum og hefur um árabil verið kallaður „kokkur Pútíns“. Það vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum þegar birt var myndband af Prigozhin í fangelsi í Rússlandi. Þar bauð hann föngum frelsi fyrir að vinna hjá Wagner í sex mánuði og taka þátt í yfirstandandi innrás í Úkraínu. „Ef þið þjónið í sex mánuði, eru þið frjálsir. Ef þið farið til Úkraínu og ákveðið að þetta sé ekki fyrir ykkur, tökum við ykkur að lífi,“ sagði Prigozhin við fangana. Hann gaf þeim fimm mínútur til að ákveða sig. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hefur barist gegn því að vera bendlaður við Wagner Prigozhin hefur á undanförnum árum höfðað fjölda dómsmála gegn fólki sem hefur bendlað hann við hópinn. Hann hefur lengi verið talinn einn af stofnendum hans og sagður fjármagna hópinn. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Nú hefur auðjöfurinn viðurkennt að hafa stofnað málaliðahópinn. Í yfirlýsingu frá Concord Group, sem er fyrirtæki í eigu Prigozhins, segist hann hafa stofnað hópinn árið 2014, Nú sé hann skipaður föðurlandsvinum sem berjist til að vernda þá sem minna mega sín og í nafni réttlætis. Prigozhin segir málaliða sína vera eina af grunnstoðum „Móðurlandsins“. Hann segist stoltur af störfum þeirra. Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Í yfirlýsingu ESB sagði að Wagner Group væri fjármagnaður af Prigozhin. Þá staðhæfði hann að hann tengdist málaliðahópnum ekki á nokkurn hátt. Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sýrland Malí Líbía Súdan Mósambík Mið-Afríkulýðveldið Tengdar fréttir Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00