Drottningin undir sérstöku eftirliti lækna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 11:51 Elísabet drottning í Balmoral-kastala síðastliðinn þriðjudag. AP Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum. Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum.
Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira