Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 16:14 Yfirlit FBI yfir hvað hald var lagt á í Mar-a-Lago sýnir að tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg gögn fundust í sveitaklúbbnum. AP/Jon Elswick Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. FBI birti í dag gróft yfirlit yfir hvað þrjátíu og þrír kassar sem hald var lagt á innihéldu. Þar á meðal voru háleynileg gögn sem geymd voru í kössum og skúffum í Mar-a-Lago, með dagblöðum, tímaritum og öðrum munum og gögnum. Yfirlitið má finna hér. Á skrifstofu Trumps var hald lagt á 43 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar „Classified“ og 28 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar á þann veg að Trump hefði átt að skila skjölunum eftir lestur þeirra. Þetta er til viðbótar við minnst tugi leynilegra skjala og mynda sem fundust í skrifstofu forsetans fyrrverandi, auk mikils magns opinberra skjala og mynda sem voru ekki merkt sem leynileg gögn. Önnur opinber og leynileg gögn fundust annars staðar í sveitaklúbbnum og flest í herbergi í kjallaranum en þar fundust einnig tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl. Ekki liggur fyrir hvað varð um skjölin sem eiga að vera í þessum möppum eða hvort skjölin voru í þeim þegar möppurnar voru teknar úr Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber skjöl og gögn sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Á meðal þeirra gagna sem fundust í Mar-a-Lago voru skjöl með einhverjar hæstu leyndarskilgreiningar bandarískra yfirvalda og varða leynilega uppljóstrara ríkisins í öðrum ríkjum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
FBI birti í dag gróft yfirlit yfir hvað þrjátíu og þrír kassar sem hald var lagt á innihéldu. Þar á meðal voru háleynileg gögn sem geymd voru í kössum og skúffum í Mar-a-Lago, með dagblöðum, tímaritum og öðrum munum og gögnum. Yfirlitið má finna hér. Á skrifstofu Trumps var hald lagt á 43 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar „Classified“ og 28 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar á þann veg að Trump hefði átt að skila skjölunum eftir lestur þeirra. Þetta er til viðbótar við minnst tugi leynilegra skjala og mynda sem fundust í skrifstofu forsetans fyrrverandi, auk mikils magns opinberra skjala og mynda sem voru ekki merkt sem leynileg gögn. Önnur opinber og leynileg gögn fundust annars staðar í sveitaklúbbnum og flest í herbergi í kjallaranum en þar fundust einnig tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl. Ekki liggur fyrir hvað varð um skjölin sem eiga að vera í þessum möppum eða hvort skjölin voru í þeim þegar möppurnar voru teknar úr Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber skjöl og gögn sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Á meðal þeirra gagna sem fundust í Mar-a-Lago voru skjöl með einhverjar hæstu leyndarskilgreiningar bandarískra yfirvalda og varða leynilega uppljóstrara ríkisins í öðrum ríkjum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34
Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04
Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36