Kærasti Kim Wall óánægður með framgöngu fjölmiðla Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 19:26 Peter Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir Ole Stobbe, kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var árið 2017, er ekki ánægður með hversu langt fjölmiðlar gengu í fréttaumfjöllun um morðið á Wall. Líf hans snúi enn um málið, fimm árum seinna. Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50