Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 16:29 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Hörð í þriggja ára fangelsi. Vísir/Vilhelm Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið gegn Herði fyrir hönd ákæruvaldsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dómurinn hefur ekki enn verið birtur en það er dómari sem ákveður hvenær dómar eru birtir. DV greindi fyrst frá og hafði niðurstöðuna eftir móður eins brotaþola Harðar. Dagmar Ösp segist ekki geta tjáð sig frekar um efni dómsins né hvort ákæruvaldið muni áfrýja honum eða una niðurstöðunni. Sú ákvörðun sé á hendi ríkissaksóknara. Sakfelldur fyrir brot gegn sextán stúlkum Hörður var handtekinn fyrir rétt rúmlega ári síðan fyrir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Honum var sleppt úr haldi en hélt áfram að brjóta af sér með sams konar hætti. Hann var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 9. desember í fyrra sem var síðan ítrekað framlengt vegna þess að hann var talinn líklegur til að halda uppteknum hætti yrði honum sleppt úr haldi. Hörður var upphaflega ákærður fyrir brot gagnvart sjö stúlkum með því að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra einnig kynferðislegar myndir og í tvö skipti gert tilraun til að mæla sér mót við þær. Þann 29. mars gaf saksóknari út aðra ákæru vegna gruns um sambærileg brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Þá var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum að sögn saksóknara. Rannsóknarlögreglumaður sem villtist af réttri braut Hörður var rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra um árabil en eftir að hann lét af störfum hjá lögreglunni tók að halla undan fæti. Hann var til að mynda einn þeirra sem fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um í þætti sínum árið 2006 um karlmenn sem áttu í kynferðislegum samskiptum við börn á netinu. Í þættinum var hann kallaður fíkusbenjamín; en það er nafnið sem hann notaði þegar hann setti sig í samband við unglingsstúlkur. Þá var hann árið 2009 handtekinn í Argentínu með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið gegn Herði fyrir hönd ákæruvaldsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dómurinn hefur ekki enn verið birtur en það er dómari sem ákveður hvenær dómar eru birtir. DV greindi fyrst frá og hafði niðurstöðuna eftir móður eins brotaþola Harðar. Dagmar Ösp segist ekki geta tjáð sig frekar um efni dómsins né hvort ákæruvaldið muni áfrýja honum eða una niðurstöðunni. Sú ákvörðun sé á hendi ríkissaksóknara. Sakfelldur fyrir brot gegn sextán stúlkum Hörður var handtekinn fyrir rétt rúmlega ári síðan fyrir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Honum var sleppt úr haldi en hélt áfram að brjóta af sér með sams konar hætti. Hann var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 9. desember í fyrra sem var síðan ítrekað framlengt vegna þess að hann var talinn líklegur til að halda uppteknum hætti yrði honum sleppt úr haldi. Hörður var upphaflega ákærður fyrir brot gagnvart sjö stúlkum með því að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra einnig kynferðislegar myndir og í tvö skipti gert tilraun til að mæla sér mót við þær. Þann 29. mars gaf saksóknari út aðra ákæru vegna gruns um sambærileg brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Þá var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum að sögn saksóknara. Rannsóknarlögreglumaður sem villtist af réttri braut Hörður var rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra um árabil en eftir að hann lét af störfum hjá lögreglunni tók að halla undan fæti. Hann var til að mynda einn þeirra sem fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um í þætti sínum árið 2006 um karlmenn sem áttu í kynferðislegum samskiptum við börn á netinu. Í þættinum var hann kallaður fíkusbenjamín; en það er nafnið sem hann notaði þegar hann setti sig í samband við unglingsstúlkur. Þá var hann árið 2009 handtekinn í Argentínu með fimm kíló af kókaíni í fórum sínum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira