Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. ágúst 2022 14:30 Nicola Gratteri saksóknari Getty Images Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi. Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira